Heimatilbúinn vandi Sigurður Hannesson skrifar 13. júní 2018 07:00 Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Sigurður Hannesson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Reglulega berast fréttir af fyrirtækjum sem loka starfsemi hér á landi og segja upp starfsfólki, telja hagkvæmara að skipta við fyrirtæki sem framleiða erlendis þar sem laun eru lægri. Þetta er ein birtingarmynd þess hvernig samkeppnishæfni Íslands er um þessar mundir þar sem hátt raungengi og staðan á vinnumarkaði reynir verulega á rekstur fyrirtækja umfram það sem eðlilegt getur talist. Hápunkti hagsveiflunnar er náð og verkefnið framundan er að sjá til þess að lendingin verði ekki harkaleg þótt sú hafi yfirleitt verið raunin. Sá árangur sem náðist við efnahagslega endurreisn Íslands á síðustu árum veitir visst skjól, enda er hagkerfið mun heilbrigðara en það var á sínum tíma, skuldir minni og greiðslujöfnuður stöðugri. Stöðugleiki hefur þó ekki loðað við Ísland í gegnum tíðina. Óstöðugleiki hefur ríkt á sviði efnahagsmála og stjórnmála undanfarin ár og tíðar breytingar í laga- og reglugerðarumhverfi draga úr fjárfestingu og uppbyggingu efnahagslífsins. Kemur óstöðugleikinn niður á verðmætasköpun og framleiðni í íslensku efnahagslífi. Smám saman drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða. Peningastefna, vinnumarkaður og opinber fjármál eiga að ganga í takt. Sú hefur ekki verið raunin og í nýlegri skýrslu um ramma peningastefnunnar segir að þjóðin hafi búið við óstöðugleika í peningamálum vegna þess að leikreglum hafi ekki verið fylgt. Umbætur á þessu sviði sem og á öðrum verða eingöngu með pólitísku eignarhaldi og vinnur tíminn ekki með stjórnvöldum í þeim efnum. Þau sem ráða verða að segja hvað þau vilja og hrinda því svo í framkvæmd. Tilraunir til að koma skipulagi á vinnumarkaðinn undanfarin ár hafa heldur ekki gengið eftir. Niðurstaðan af þessu er sú að við töpum öll. Landsins gæði skapa Íslandi sérstöðu sem landsmenn hafa nýtt til verðmætasköpunar, til skemmri og til lengri tíma. Í tímans rás hefur öflugur iðnaður byggst upp á þessum grunni en ekki síður á grunni hinna miklu auðlinda hugvits sem hér eru og virkja má – og á – í meira mæli. Þar liggja mestu tækifæri Íslands á 21. öldinni. Hér er athafnasamt fólk sem býr yfir sköpunarkrafti, frumkvæði og þrautseigju og hefur í gegnum tíðina skapað mikil verðmæti úr hugmyndum sínum. Hlutverk ríkisins í þessari mynd er ekki síst að skapa umgjörð sem hvetur landsmenn til dáða og auðveldar þeim að nýta hæfileika sína til verðmætasköpunar. Aukna verðmætasköpun þarf til að standa undir raunverulegri lífskjarabót. Launahækkanir verða að eiga sér innistæðu og sú innistæða birtist í aukinni framleiðni. Nýleg rannsókn á vegum Alþjóðabankans leiðir í ljós að þeir fjórir þættir sem mest áhrif hafa á breytileika í framleiðni á milli landa eru menntun, efnislegir innviðir, nýsköpun, skilvirkni markaða og stofnanainnviðir. Þetta undirstrikar mikilvægi þeirra málefna sem Samtök iðnaðarins leggja áherslu á, menntun, innviði, nýsköpun og starfsumhverfi fyrirtækja. Með umbótum í þessum fjórum málaflokkum eflist samkeppnishæfni Íslands og verðmætasköpun eykst með tilheyrandi aukningu á lífsgæðum landsmanna. Ein forsenda bættrar samkeppnishæfni er að starfsumhverfi sé stöðugt, skilvirkt og hagkvæmt. Aukinn og víðtækur stöðugleiki er ekki bara til hagsbóta fyrir fyrirtæki heldur allt íslenskt samfélag. Undanfarin ár hafa ytri skilyrði verið hagfelld en því má ekki treysta til framtíðar litið. Háir skattar, há laun og háir vextir í alþjóðlegu samhengi vinna þó á móti auk þess sem lengra er gengið í innleiðingu EES reglugerða en þörf krefur. Það jákvæða í stöðunni er þó það að þetta er heimatilbúinn vandi sem stjórnvöld hafa öll tækifæri til að vinna á og efla þar með samkeppnishæfni Íslands.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar