Bílstjóri gleður farþega og skreytir vagninn á tyllidögum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2018 06:00 Össur Pétur Valdimarsson glaðbeittur í vinnunni. Fréttablaðið/ernir Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Farþegar og fótboltaunnendur sem ferðast með leið ellefu hjá Strætó eiga á góðu von næstu daga. Vagnstjórinn Össur Pétur Valdimarsson hefur undirbúið ýmiss konar uppátæki fyrir HM. Hann mun skreyta vagninn og sjá til þess að stemningin verði góð í vagninum á meðan á leikjum stendur. „Ég er líklega einn heitasti stuðningsmaður íslenska landsliðsins, ég verð að keyra á laugardaginn þegar liðið etur kappi við Argentínu og hlusta á leikinn í vagninum. Ég vil sýna strákunum stuðning en líka bjóða upp á góða stemningu fyrir farþega,“ segir Össur Pétur sem segist njóta starfsins.Sjá einnig: Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóriHann hefur unnið sem vagnstjóri í fjölda ára og gæti vart hugsað sér að gera annað. „Mér finnst mjög gefandi að gleðja fólk. Ef ég get glatt fólk sem er illa fyrirkallað, fengið það til að brosa, þá finnst mér dagurinn vel heppnaður,“ segir Össur Pétur. „Ég er nú samt bara mannlegur líka. Ef það er eitthvað sem veldur mér hugarangri í vinnunni þá er það vont viðhald á vegum og umferðarteppur. En það leysist allt, það eru allir af vilja gerðir, maður verður að trúa því og passa upp á góða skapið.“ Hann tekur fram að hann geri engan greinarmun á liðum karla og kvenna. „Ég er líka einlægur aðdáandi kvennalandsliðsins og skreyti vagninn eða tek upp á einhverju skemmtilegu þegar þær eiga í stórum viðureignum. Hér í þessum vagni er sko ekki gert upp á milli kynja, ég á sjálfur bæði strák og stelpu og gæti vel að þessu,“ segir Össur Pétur.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53 Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34 Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Sjá meira
Strætóbílstjóri lét farþega hlaupa apríl Farþegum um borð í strætisvagni, nánar tiltekið leið 11, brá heldur betur í brún í gær þegar vagnstjórinn stöðvaði skyndilega vagninn við stoppistöð á Fríkirkjuvegi og bað alla um að fara út. 2. apríl 2018 11:53
Uppátækjasamur strætisvagnabílstjóri Össur Pétur Valdimarsson lét næstum alla farþega sína hlaupa apríl. 3. apríl 2018 22:34