Málefnasamningurinn svar við gagnrýni að mati prófessors í stjórnmálafræði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. júní 2018 14:29 Grétar Þór segir að sáttmálinn endurspegli háværa kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. Vísir/pjetur/auðunn Málefnasamningur áframhaldandi meirihluta á Akureyri er ákveðið svar við gagnrýni sem var uppi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þess efnis að bæjarstjórnin þyrfti að herða róðurinn í leikskólamálum bæjarins. Þetta er mat Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir að sáttmálinn endurspegli þessa háværu kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. „Það virðist vera mjög framarlega hjá þessum meirihluta að ganga í það,“ segir Grétar Þór en flokkarnir þrír sem starfa saman í meirihluta á Akureyri lögðu allir ríka áherslu á yngri barna kennslu. Blaðamaður Vísis fékk Grétar Þór til þess að rýna með sér í afrakstur meirihlutaviðræðna. Í gær undirrituðu oddvitar Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar málefnasamning meirihlutans fyrir næstu fjögur ár. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokks, verður, líkt og áður, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, tekur við embætti forseta bæjarstjórnar og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður velferðarráðs og stjórnar Akureyrarstofu. Sjá nánar: Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Grétar Þór segir þó að það séu ekki neinar sérstakar vendingar frá fyrra kjörtímabili en segir þó að það vaki athygli að Framsóknarflokkurinn haldi formanni bæjarráðs. „Það er talið að Samfylkingin hefði gefið aðeins eftir og reyndar sagði Hilda Jana það í útvarpinu í morgun. Þau hafi gefið meira eftir en hinir hvað varðar nefndir.“Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/GvendurHelstu áherslur meirihlutans voru sem fyrr segir dagvistunarmál en Grétar Þór vekur athygli á því að í sáttmálanum sé lögð töluverð áhersla á að ná árangri í stórum hagsmunamálum svæðisins gagnvart ríkisvaldinu. Meirihlutinn vilji beita sér fyrir raforkuflutningum, flugvallarmál og eflingu millilandaflugsins.En er minnihlutinn í bæjarstjórninni ekki frekar ósamstíga? Sóley Björk Stefánsdóttir hjá Vinstri grænum á til dæmis meiri samleið með meirihluta en minnihluta, eða hvað?„Jú, svona fyrir fram myndi maður nú búast við því að það sé kannski ekki mjög mikill samhljómur á milli Sóleyjar í VG og svo Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, sem er óskrifað blað hérna. Auðvitað er það þannig að það er líklegra en hitt að VG sé nú kannski í ýmsum málum meira sammála meirihlutanum en minnihlutanum.“ Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á að ástunda samræðustjórnmál og að reyna að sætta sjónarmið allra innan bæjarstjórnarinnar og hefur boðað áframhald á þeirri stefnu. Grétar Þór segir því að ólíklegt megi teljast að það verði mikið um átök „Það blasa ekki við mörg stór átakamál hérna framundan á Akureyri, maður sér það ekki fyrir sér, þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að boða harða stjórnarandstöðu en þá verðum við nú bara að sjá hvernig það verður. Það eru bara svo mörg mál sem líklegt er að flestallir flokkar séu meira og minna sammála, en það verður bara að koma á daginn hvernig það birtist.“ Sjá nánar: Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili Kosningar 2018 Tengdar fréttir Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32 Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Málefnasamningur áframhaldandi meirihluta á Akureyri er ákveðið svar við gagnrýni sem var uppi í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga þess efnis að bæjarstjórnin þyrfti að herða róðurinn í leikskólamálum bæjarins. Þetta er mat Grétars Þórs Eyþórssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Hann segir að sáttmálinn endurspegli þessa háværu kröfu um betrumbætur í leikskólamálum. „Það virðist vera mjög framarlega hjá þessum meirihluta að ganga í það,“ segir Grétar Þór en flokkarnir þrír sem starfa saman í meirihluta á Akureyri lögðu allir ríka áherslu á yngri barna kennslu. Blaðamaður Vísis fékk Grétar Þór til þess að rýna með sér í afrakstur meirihlutaviðræðna. Í gær undirrituðu oddvitar Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar málefnasamning meirihlutans fyrir næstu fjögur ár. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, oddviti Framsóknarflokks, verður, líkt og áður, formaður bæjarráðs, Halla Björk Reynisdóttir, oddviti L-listans, tekur við embætti forseta bæjarstjórnar og Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, verður formaður velferðarráðs og stjórnar Akureyrarstofu. Sjá nánar: Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Grétar Þór segir þó að það séu ekki neinar sérstakar vendingar frá fyrra kjörtímabili en segir þó að það vaki athygli að Framsóknarflokkurinn haldi formanni bæjarráðs. „Það er talið að Samfylkingin hefði gefið aðeins eftir og reyndar sagði Hilda Jana það í útvarpinu í morgun. Þau hafi gefið meira eftir en hinir hvað varðar nefndir.“Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/GvendurHelstu áherslur meirihlutans voru sem fyrr segir dagvistunarmál en Grétar Þór vekur athygli á því að í sáttmálanum sé lögð töluverð áhersla á að ná árangri í stórum hagsmunamálum svæðisins gagnvart ríkisvaldinu. Meirihlutinn vilji beita sér fyrir raforkuflutningum, flugvallarmál og eflingu millilandaflugsins.En er minnihlutinn í bæjarstjórninni ekki frekar ósamstíga? Sóley Björk Stefánsdóttir hjá Vinstri grænum á til dæmis meiri samleið með meirihluta en minnihluta, eða hvað?„Jú, svona fyrir fram myndi maður nú búast við því að það sé kannski ekki mjög mikill samhljómur á milli Sóleyjar í VG og svo Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, sem er óskrifað blað hérna. Auðvitað er það þannig að það er líklegra en hitt að VG sé nú kannski í ýmsum málum meira sammála meirihlutanum en minnihlutanum.“ Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á að ástunda samræðustjórnmál og að reyna að sætta sjónarmið allra innan bæjarstjórnarinnar og hefur boðað áframhald á þeirri stefnu. Grétar Þór segir því að ólíklegt megi teljast að það verði mikið um átök „Það blasa ekki við mörg stór átakamál hérna framundan á Akureyri, maður sér það ekki fyrir sér, þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé búinn að boða harða stjórnarandstöðu en þá verðum við nú bara að sjá hvernig það verður. Það eru bara svo mörg mál sem líklegt er að flestallir flokkar séu meira og minna sammála, en það verður bara að koma á daginn hvernig það birtist.“ Sjá nánar: Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00 Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37 Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32 Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Meirihlutinn á Akureyri kynnir stefnu sína Bæjarfulltrúar L-listans, Framsóknarflokksins og Samfylkingarinnar á Akureyri skrifa undir málefnasamning í menningarhúsinu Hofi klukkan ellefu í dag. 12. júní 2018 06:00
Áhersla á leikskólamál í málefnasamningi meirihlutans á Akureyri Bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, L-listans og Samfylkingarinnar hafa náð samkomulagi um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar kjörtímabilið 2018-2022. 12. júní 2018 11:37
Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili "Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til,“ segir Gunnar. 1. júní 2018 12:32
Nýr bæjarstjóri verði að hafa ástríðu fyrir svæðinu Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, segir að flokkarnir í meirihluta stefni á að undirrita málefnasamning á þriðjudag. 8. júní 2018 12:02