Gerir ráð fyrir aukinni hörku á næsta kjörtímabili Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. júní 2018 12:32 Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gerir ráð fyrir ákveðinni eðlisbreytingu í stjórnmálunum á Akureyri á næsta kjörtímabili. Vísir/Vilhelm Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“ Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Gunnar Gíslason, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, hefði frekar viljað sjá sterkari meirihluta verða að veruleika sem samanstæði af Framsóknarflokki, L-lista og Sjálfstæðisflokki heldur en þeim meirihluta sem tilkynntu í gærkvöldi að hefðu gert með sér samning um samstarf. Þá hefði Gunnar jafnframt vilja skoða þann möguleika að mynda stjórn með öllum flokkum – sá möguleiki hafi komið til tals í óformlegum þreifingum flokkanna fyrstu dagana eftir sveitarstjórnarkosningar. Hann gerir ráð fyrir aukinni hörku í stjórnmálunum á Akureyri á komandi kjörtímabili. Sjá nánar: L-listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Í samtali við Vísi segir Gunnar að það hafi komið til tals stuttu eftir kosningar að mynda meirihlutastjórn skipaða bæjarfulltrúum frá öllum flokkum. Það hafi verið að frumkvæði L-listans sem þessi hugmynd hafi verið rædd en flokkurinn hafi í kjölfarið ekki fylgt málinu eftir að sögn Gunnars. „Það hefði bara verið mjög fróðleg og skemmtileg tilraun til þess að nálgast pólitíkina með öðrum hætti en að skipta alltaf upp í lið og við vorum alveg tilbúin að skoða það. Því var borið við að Framsókn og Samfylking hefðu ekki verið tilbúin til þess. Þá veltir maður því fyrir sér hvort það hafi ekki verið vegna þess að þau voru komin að borðinu og talið sig hafa meira út úr því,“ segir Gunnar. Á undanförnum árum hafa samræðustjórnmál verið einkennandi fyrir stjórnmálin á Akureyri og hafa bæjarfulltrúar nálgast málin með málefnalegum hætti og af virðingu gagnvart andstæðum sjónarmiðum. „Við náttúrulega lögðum mikla áherslu á það á síðasta kjörtímabili að stunda samræðupólitík þannig að við vorum tilbúin að láta á það reyna að vinna mikið sem hópur. Í nefndum og ráðum sátu menn og töluðu sig niður á niðurstöðu og allir lögðu eitthvað í púkkið. Á grundvelli þess gerðum við okkur vonir um að við yrðum með í einhvers konar viðræðum en eins og staðan er núna er hluti hópsins búinn að taka sig saman og mynda lið. Það er ekki hægt að túlka það neitt öðruvísi en að við séum þá bara eitthvað annað lið í minnihlutanum,“ segir Gunnar sem bætir við að hann sjái fyrir sér að einhver breyting verði á þessu fyrirkomulagi á næsta kjörtímabili:Samfylking, L-listinn og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að mynda meirihluta á Akureyri. Þetta eru bæjarfulltrúar Akureyrar fyrir næsta kjörtímabil.Vísir/Gvendur„Ég geri ráð fyrir að það verði heldur meiri harka í pólitíkinni á næsta kjörtímabili. Menn fara allavega ekki mjúku leiðina í mörgum málum eins og gert var á síðasta kjörtímabili, menn munu þá bara láta heyra í sér og vera staðfastir. Við munum þá gagnrýna með ákveðnari hætti en hefur verið gert ef ástæða verður til.“ Aðspurður hvort Sjálfstæðisflokki hefði ekki verið boðið til viðræðna vegna andstæðra sjónarmiða flokkanna svarar Gunnar neitandi. „Nei, ég get nú ekki séð að það hafi verið málið vegna þess að við vorum nú búin að eiga samtal við aðila. Þegar þú berð saman stefnuskrárnar þá er kannski það eina sem bar þarna verulega á milli var þetta með bæjarstjórann en við vorum löngu búin að gefa það út að það myndi aldrei stranda á því og þar af leiðandi getur maður ekki sagt að það hafi verið málefnin voru þarna aðalatriðið, það hlýtur að hafa þá verið eitthvað annað sem ég hef ekki fengið neinn botn í.“ Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga talaði Sjálfstæðisflokkurinn fyrir því að þeim hugnaðist best að flokksleiðtogi yrði bæjarstjóri en það er til höfuðs ríkjandi sjónarmiðum hinna flokkanna sem vilja ráða ópólitískan bæjarstjóra eins og verið hefur. Gunnar segist þó hafa látið það boð ganga út að þetta væri ekki krafa sem myndi standa í vegi fyrir samstarfi. „Það er af og frá að nefna þetta í þessu samhengi og alveg út í bláinn. Það vissu hinir flokksleiðtogarnir alveg upp á hár.“
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira