Eftir nánast 2 ár fjarri sviðsljósinu, tilkynnti Kanye það í byrjun sumars að hann muni gefa út eina plötu á viku, næstu fimm vikurnar. Í kjölfarið vakti hann mikla furðu aðdáenda sinna með ýmsum umdeildum ummælum, eins og þegar hann sagði þrældóm blökkumanna hafa verið „val.“
Í útgáfuhófi nýju plötu sinnar „ye,“ tók útvarpsmaðurinn Big Boy viðtal við Kanye þar sem hann sagði frá því að hann hafi verið greindur með geðhvarfasýki 39 ára gamall.
Aðdáendur Kanyes sem berjast einnig við andleg veikindi hafa sagt frá því á samfélagsmiðlum að opinberun Kanyes hafi hjálpað þeim sjálfum í sínum eigin baráttum.
— KANYE WEST (@kanyewest) June 14, 2018
this honestly means so much to me. depression & anxiety is something I used to be so ashamed of having, but w time I've learned to accept it & cope more & more. It honestly is a good ass feeling hearing your idol speak up, understand, & say something empowering like this. #YE pic.twitter.com/FaZggSKfdc
— Chelsey Frey (@amazemechelsey) June 3, 2018