Beygja, kreppa, sundur, saman… Stefán Pálsson skrifar 17. júní 2018 10:00 1. júní 1988, Linda Pétursdóttir bregður á leik í Laugardalslaug. Mynd/Ljósmyndasafnið. Fyrir hálfri öld, nánar tiltekið þann fyrsta júní árið 1968, var Laugardalslaug í fyrsta sinn opnuð reykvískum almenningi. Sumarið áður hafði þó sundmeistaramót Íslands farið fram í lauginni og árið 1966 var haldið þar alþjóðlegt sundmót. Með vígslunni 1968 gátu reykvískir sundgarpar hins vegar stungið sér til sunds eða látið líða úr sér þreytuna í heitum pottum hinnar nýju laugar, sem ætlað var að gæti sinnt nálega þúsund gestum í einu. Fyrir vikið varð sprenging í sundferðum Reykvíkinga sem fjölgaði um nálega 60% í einu vetfangi. Byggingarsaga Laugardalslaugar var löng og ströng. Rétt norðan hennar stóðu gömlu sundlaugarnar, þar sem nokkrar kynslóðir Reykvíkinga lærðu að synda frá ofanverðri nítjándu öld. Þegar hugmyndir um byggingu sundhallar í Reykvík komu fram á þriðja áratugnum, kom vel til álita að hún risi á þeim slóðum, en að lokum varð úr að dæla heita vatninu fremur til bæjarins og byggja Sundhöllina þar. Framkvæmdir við mannvirkið töfðust vegna heimskreppunnar, en árið 1937 tókst loks að vígja Sundhöllina við Barónsstíg, sem þar með varð aðalvettvangur sundlífs höfuðstaðarins næstu árin. Um 1950 var ákveðið að Laugardalurinn skyldi verða framtíðaríþróttamiðstöð Reykjavíkur með íþróttaleikvangi, stóru íþróttahúsi, almenningssundlaug og annarri skyldri starfsemi. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Laugardalslaugina árið 1954 og jarðvegsframkvæmdir hófust þegar sama ár, þótt ekki tækist að ljúka verkinu fyrr en fjórtán árum síðar. Laugardalslaug var að sönnu hönnuð af metnaði, enda á tímum þar sem sundáhugi landsmanna var í sögulegu hámarki. Skyldunám í sundi hafði verið leitt í lög á stríðsárunum og kaupstaðir landsins komu sér upp veglegum sundlaugum einn af öðrum. Einna stærstan þátt í vitundarvakningunni átti þó Norræna sundkeppnin sem fangaði hug og hjörtu landsmanna í tvígang á sjötta áratugnum. Keppnisskap Fyrsta Norræna sundkeppnin mun hafa verið haldin árið 1949, en þá aðeins með þátttöku Dana, Svía, Norðmanna og Finna. Um var að ræða lýðheilsuátak þar sem markmiðið var að fá sem flesta einstaklinga til að synda 200 metra og skipti tíminn þar engu máli. Urðu Finnar hlutskarpastir í þessari fyrstu keppni. Ekkert bendir til að Íslendingum hafi verið boðið að vera með í þessari frumraun, en væntanlega hafa fregnir af þessari skemmtilegu keppni borist hingað til lands og þegar farið var að leggja grunn að næstu sundkeppni tveimur árum síðar, höfðu Íslendingar slegist í hópinn. Skipuleggjendum Norrænu sundkeppninnar var nokkur vandi á höndum þegar kom að þátttöku Íslendinga. Sundiðkun var afar mismunandi milli Norðurlandanna og aðgengi að almenningslaugum sömuleiðis. Íslendingar voru hins vegar í algjörum sérflokki í þessum efnum og því ljóst að líta yrði til annarra þátta en höfðatölureglunnar sívinsælu við stigaútreikninga. Því var gripið til þess ráðs að láta skipulagsnefndir keppninnar í hverju landi áætla mögulega þátttöku og út frá því var reiknuð út ákveðin deilitala. Deilitala Íslands varð mjög há og því ljóst að hlutfallsleg þátttaka landsmanna þyrfti að verða talsvert hærri en hinna þjóðanna ef sigur ætti að vinnast. Mörgum Íslendingum reyndist erfitt að skilja stærðfræðina á bak við reikniformúlur keppninnar og töldu þetta til marks um ranglæti stórþjóðanna. Þar var þó huggun harmi gegn að Íslendingar fengu leyfi til að hefja keppni fyrr að sumrinu en hinar norrænu þjóðarinnar. Var hugsunin sú að missa ekki allt ungviðið úr bæjunum í sveitina á meðan á sundkeppninni stæði. Keppnistímabil Íslendinga var frá 20. maí til 10. júlí og hófst með mikilli viðhöfn. Morgunblaðið gerði keppnina að umfjöllunarefni í leiðara og gerðist ritstjórinn harla háfleygur: „Á því fer vel að hinar friðsömu menningarþjóðir Norðurlanda skuli nú, á tímum mikillar óvissu um frið og öryggi í heiminum efna til drengilegrar keppni sín á milli í fagurri og glæsilegri íþrótt, sem á komandi tímum mun eiga sinn þátt í að efla heilbrigði, líkamlega og andlega hreysti norrænna manna. – Til þess stendur allur hugur þessara þjóða.“ En þrátt fyrir skrúðmælgina um norræna samkennd og vinarþel, var alveg ljóst að Íslendingar ætluðu sér sigur og ekkert annað. Löngu áður en keppnin hófst birtust greinar í dagblöðum þar sem viðvaningar í sundi voru hvattir til að sækja námskeið til að komast 200 metrana og leggja þannig sitt af mörkum fyrir þjóðina. Síðar voru vinnuveitendur hvattir til að gefa starfsfólki sínu frí á vinnutíma til að skella sér í laugina og safna stigunum dýrmætu. Til að auka enn á stemninguna og keppnisskapið var efnt til bæjarkeppni milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akureyrar – þar sem það sveitarfélag hreppti glæsilegan bikar sem næði bestu þátttökuhlutfalli. Frameftir sumri birtust svo reglulegar fréttir af þátttöku í einstökum bæjum, auk þess sem elstu og yngstu sundgarparnir voru nafngreindir. Glæstur sigur Um 25% landsmanna þreyttu sundið og þegar tölur hinna Norðurlandaþjóðanna lágu fyrir um haustið komu yfirburðir Íslendinga í ljós. Næstmest þátttakan var í Finnlandi, þar sem um 4% þjóðarinnar synti. Danir og Svíar náðu um það bil 2% hvor þjóð og einungis einn af hverjum hundrað Norðmönnum lagði 200 metrana að baki. Hin illa þokkaða deilitala hafði engin áhrif á lokastöðuna, slíkt var forskot Íslands. Óhætt er að segja að þjóðin hafi verið í sigurvímu. Verðlaunabikarnum, sem Noregskonungur hafði gefið til keppninnar, var fundinn staður á Þjóðminjasafninu. Og viðurkenningarskjöl með nöfnum þeirra 36.037 Íslendinga sem luku sundinu voru bundin inn í leður og fylltu þau fjórtán bindi. Ísland hafði rækilega jafnað um frændþjóðirnar á sundsviðinu! En vandi fylgir vegsemd hverri. Þremur árum síðar, 1954, var Norræna sundkeppnin haldin að nýju og nú þurftu landsmenn að verja titilinn. Frá upphafi var ljóst að það yrði þrautin þyngri. Reglurnar voru nefnilega á þá leið að sú þjóð teldist sigra sem bætti mest þátttöku sína hlutfallslega. Sundleiðtogar þjóðarinnar voru þó borubrattir og stefndu á mikla aukningu. Var markið sett á 40% landsmanna! Sundkeppnin fór prýðilega af stað á Íslandi. Líkt og verið hafði þremur árum fyrr bauðst öllum þeim sem luku 200 metrunum að kaupa sér viðurkenningarmerki og að þessu sinni rann hluti fjárhæðarinnar til skáklandsliðsins sem var á leið í keppnisferð til útlanda. Eftir því sem leið á sumarið varð þó ljóst að bjartsýnustu áætlanir myndu ekki ganga eftir. Nærri 6% fleiri Íslendingar syntu 1954 en verið hafði 1951, en að teknu tilliti til fólksfjölgunar nam aukningin varla tveimur prósentum. Svíar hrepptu verðlaunin út á 2,1% þátttöku, sem Íslendingum þótti varla upp í nös á ketti – þótt vissulega væri það talsverð hlutfallsleg aukning frá 1,8% þremur árum fyrr. Ekki fór hjá því að sumum landsmönnum þættu þeir hafðir að fífli. Dagblöðin voru vissulega dugleg við að minna á að allt væri þetta til gamans gert og í heilsubótarskyni, en tilfinningin um pretti nágrannaþjóðanna og reglur sem sérstaklega beindust gegn Íslendingum náðu að grafa um sig. Neistinn horfinn Næst var efnt til Norrænu sundkeppninnar sumarið 1957, en áhugi Íslendinga hafði stórlega dvínað. Spenningurinn í dagblöðunum var miklu minni en fyrri skiptin og minna bar á metingi milli einstakra bæjarfélaga varðandi þátttöku. Íslendingar skiluðu sem fyrr langhæsta þátttökuhlutfallinu, en það féll þó um þriðjung á sama tíma og Svíar juku hlut sinn verulega og vörðu titilinn. Sama sagan endurtók sig í næstu keppnum. Á þriggja ára fresti stungu Norðurlandabúar sér til sunds og í hvert sinn urðu lyktir mála þær að Ísland náði langmestu þátttökunni, en varð af titlinum vegna þess að einhver hinna þjóðanna náði meiri hlutfallslegri bætingu. Í hvert sinn mögluðu íslenskir íþróttafréttamenn yfir heimskulegum reglum, en með tímanum fóru landsmenn að taka óréttlætinu eins og hverju öðru hundsbiti og fréttirnar af úrslitum keppninnar urðu að hálfgerðri neðanmálsgrein í blöðum. Nýjar reglur Norrænu sundkeppninnar voru samþykktar fyrir árið 1972. Í stað þess að telja aðeins þá einstaklinga sem syntu 200 metrana, var gerð sú grundvallarbreyting að þátttakendur máttu synda eins oft og þeir vildu (en þó ekki nema einu sinni á dag) til að safna stigum. Keppnistímabilið var sömuleiðis lengt og varði í meira en hálft ár. Mikil vakning var á sviði almenningsíþrótta um þessar mundir. Landsmenn voru hvattir til hvers kyns líkamsæfinga sem voru einu nafni kallaðar „trimm“ og fengu þau sem syntu 200 metrana ákveðið oft (t.d. 25 eða 50 sinnum) leyfi til að kaupa sérstök viðurkenningarmerki. Keppnisskapið vaknaði á ný hjá Íslendingum. Dagblöðin birtu viðtöl við fólk sem synti 200 metrana upp á hvern einasta dag og röktu svimandi þátttökutölurnar. Yfirburðir Íslendinga urðu enda algjörir og skyndilega tók þjóðin keppnina aftur í sátt. En endalokin voru skammt undan. Skipulagning Norrænu sundkeppninnar árið 1975 mistókst hrapallega hér á landi og þátttakan hrundi. Annars staðar á Norðurlöndunum komust menn að þeirri niðurstöðu að keppnin hefði gengið sér til húðar og var hún lögð niður. Árið 1984 var hún endurvakin, en í það sinnið hafði bæst við ný keppnisþjóð sem kunni jafnvel enn betur en Íslendingar að nýta sér kosti höfðatölureglunnar. Færeyingar reyndust allra þjóða sundglaðastir og hrepptu titilinn. Lauk þar með rúmlega þriggja áratuga stormasömu sambandi Íslendinga við Norrænu sundkeppnina. Saga til næsta bæjar Sundlaugar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fyrir hálfri öld, nánar tiltekið þann fyrsta júní árið 1968, var Laugardalslaug í fyrsta sinn opnuð reykvískum almenningi. Sumarið áður hafði þó sundmeistaramót Íslands farið fram í lauginni og árið 1966 var haldið þar alþjóðlegt sundmót. Með vígslunni 1968 gátu reykvískir sundgarpar hins vegar stungið sér til sunds eða látið líða úr sér þreytuna í heitum pottum hinnar nýju laugar, sem ætlað var að gæti sinnt nálega þúsund gestum í einu. Fyrir vikið varð sprenging í sundferðum Reykvíkinga sem fjölgaði um nálega 60% í einu vetfangi. Byggingarsaga Laugardalslaugar var löng og ströng. Rétt norðan hennar stóðu gömlu sundlaugarnar, þar sem nokkrar kynslóðir Reykvíkinga lærðu að synda frá ofanverðri nítjándu öld. Þegar hugmyndir um byggingu sundhallar í Reykvík komu fram á þriðja áratugnum, kom vel til álita að hún risi á þeim slóðum, en að lokum varð úr að dæla heita vatninu fremur til bæjarins og byggja Sundhöllina þar. Framkvæmdir við mannvirkið töfðust vegna heimskreppunnar, en árið 1937 tókst loks að vígja Sundhöllina við Barónsstíg, sem þar með varð aðalvettvangur sundlífs höfuðstaðarins næstu árin. Um 1950 var ákveðið að Laugardalurinn skyldi verða framtíðaríþróttamiðstöð Reykjavíkur með íþróttaleikvangi, stóru íþróttahúsi, almenningssundlaug og annarri skyldri starfsemi. Einar Sveinsson, húsameistari Reykjavíkur, teiknaði Laugardalslaugina árið 1954 og jarðvegsframkvæmdir hófust þegar sama ár, þótt ekki tækist að ljúka verkinu fyrr en fjórtán árum síðar. Laugardalslaug var að sönnu hönnuð af metnaði, enda á tímum þar sem sundáhugi landsmanna var í sögulegu hámarki. Skyldunám í sundi hafði verið leitt í lög á stríðsárunum og kaupstaðir landsins komu sér upp veglegum sundlaugum einn af öðrum. Einna stærstan þátt í vitundarvakningunni átti þó Norræna sundkeppnin sem fangaði hug og hjörtu landsmanna í tvígang á sjötta áratugnum. Keppnisskap Fyrsta Norræna sundkeppnin mun hafa verið haldin árið 1949, en þá aðeins með þátttöku Dana, Svía, Norðmanna og Finna. Um var að ræða lýðheilsuátak þar sem markmiðið var að fá sem flesta einstaklinga til að synda 200 metra og skipti tíminn þar engu máli. Urðu Finnar hlutskarpastir í þessari fyrstu keppni. Ekkert bendir til að Íslendingum hafi verið boðið að vera með í þessari frumraun, en væntanlega hafa fregnir af þessari skemmtilegu keppni borist hingað til lands og þegar farið var að leggja grunn að næstu sundkeppni tveimur árum síðar, höfðu Íslendingar slegist í hópinn. Skipuleggjendum Norrænu sundkeppninnar var nokkur vandi á höndum þegar kom að þátttöku Íslendinga. Sundiðkun var afar mismunandi milli Norðurlandanna og aðgengi að almenningslaugum sömuleiðis. Íslendingar voru hins vegar í algjörum sérflokki í þessum efnum og því ljóst að líta yrði til annarra þátta en höfðatölureglunnar sívinsælu við stigaútreikninga. Því var gripið til þess ráðs að láta skipulagsnefndir keppninnar í hverju landi áætla mögulega þátttöku og út frá því var reiknuð út ákveðin deilitala. Deilitala Íslands varð mjög há og því ljóst að hlutfallsleg þátttaka landsmanna þyrfti að verða talsvert hærri en hinna þjóðanna ef sigur ætti að vinnast. Mörgum Íslendingum reyndist erfitt að skilja stærðfræðina á bak við reikniformúlur keppninnar og töldu þetta til marks um ranglæti stórþjóðanna. Þar var þó huggun harmi gegn að Íslendingar fengu leyfi til að hefja keppni fyrr að sumrinu en hinar norrænu þjóðarinnar. Var hugsunin sú að missa ekki allt ungviðið úr bæjunum í sveitina á meðan á sundkeppninni stæði. Keppnistímabil Íslendinga var frá 20. maí til 10. júlí og hófst með mikilli viðhöfn. Morgunblaðið gerði keppnina að umfjöllunarefni í leiðara og gerðist ritstjórinn harla háfleygur: „Á því fer vel að hinar friðsömu menningarþjóðir Norðurlanda skuli nú, á tímum mikillar óvissu um frið og öryggi í heiminum efna til drengilegrar keppni sín á milli í fagurri og glæsilegri íþrótt, sem á komandi tímum mun eiga sinn þátt í að efla heilbrigði, líkamlega og andlega hreysti norrænna manna. – Til þess stendur allur hugur þessara þjóða.“ En þrátt fyrir skrúðmælgina um norræna samkennd og vinarþel, var alveg ljóst að Íslendingar ætluðu sér sigur og ekkert annað. Löngu áður en keppnin hófst birtust greinar í dagblöðum þar sem viðvaningar í sundi voru hvattir til að sækja námskeið til að komast 200 metrana og leggja þannig sitt af mörkum fyrir þjóðina. Síðar voru vinnuveitendur hvattir til að gefa starfsfólki sínu frí á vinnutíma til að skella sér í laugina og safna stigunum dýrmætu. Til að auka enn á stemninguna og keppnisskapið var efnt til bæjarkeppni milli Reykjavíkur, Hafnarfjarðar og Akureyrar – þar sem það sveitarfélag hreppti glæsilegan bikar sem næði bestu þátttökuhlutfalli. Frameftir sumri birtust svo reglulegar fréttir af þátttöku í einstökum bæjum, auk þess sem elstu og yngstu sundgarparnir voru nafngreindir. Glæstur sigur Um 25% landsmanna þreyttu sundið og þegar tölur hinna Norðurlandaþjóðanna lágu fyrir um haustið komu yfirburðir Íslendinga í ljós. Næstmest þátttakan var í Finnlandi, þar sem um 4% þjóðarinnar synti. Danir og Svíar náðu um það bil 2% hvor þjóð og einungis einn af hverjum hundrað Norðmönnum lagði 200 metrana að baki. Hin illa þokkaða deilitala hafði engin áhrif á lokastöðuna, slíkt var forskot Íslands. Óhætt er að segja að þjóðin hafi verið í sigurvímu. Verðlaunabikarnum, sem Noregskonungur hafði gefið til keppninnar, var fundinn staður á Þjóðminjasafninu. Og viðurkenningarskjöl með nöfnum þeirra 36.037 Íslendinga sem luku sundinu voru bundin inn í leður og fylltu þau fjórtán bindi. Ísland hafði rækilega jafnað um frændþjóðirnar á sundsviðinu! En vandi fylgir vegsemd hverri. Þremur árum síðar, 1954, var Norræna sundkeppnin haldin að nýju og nú þurftu landsmenn að verja titilinn. Frá upphafi var ljóst að það yrði þrautin þyngri. Reglurnar voru nefnilega á þá leið að sú þjóð teldist sigra sem bætti mest þátttöku sína hlutfallslega. Sundleiðtogar þjóðarinnar voru þó borubrattir og stefndu á mikla aukningu. Var markið sett á 40% landsmanna! Sundkeppnin fór prýðilega af stað á Íslandi. Líkt og verið hafði þremur árum fyrr bauðst öllum þeim sem luku 200 metrunum að kaupa sér viðurkenningarmerki og að þessu sinni rann hluti fjárhæðarinnar til skáklandsliðsins sem var á leið í keppnisferð til útlanda. Eftir því sem leið á sumarið varð þó ljóst að bjartsýnustu áætlanir myndu ekki ganga eftir. Nærri 6% fleiri Íslendingar syntu 1954 en verið hafði 1951, en að teknu tilliti til fólksfjölgunar nam aukningin varla tveimur prósentum. Svíar hrepptu verðlaunin út á 2,1% þátttöku, sem Íslendingum þótti varla upp í nös á ketti – þótt vissulega væri það talsverð hlutfallsleg aukning frá 1,8% þremur árum fyrr. Ekki fór hjá því að sumum landsmönnum þættu þeir hafðir að fífli. Dagblöðin voru vissulega dugleg við að minna á að allt væri þetta til gamans gert og í heilsubótarskyni, en tilfinningin um pretti nágrannaþjóðanna og reglur sem sérstaklega beindust gegn Íslendingum náðu að grafa um sig. Neistinn horfinn Næst var efnt til Norrænu sundkeppninnar sumarið 1957, en áhugi Íslendinga hafði stórlega dvínað. Spenningurinn í dagblöðunum var miklu minni en fyrri skiptin og minna bar á metingi milli einstakra bæjarfélaga varðandi þátttöku. Íslendingar skiluðu sem fyrr langhæsta þátttökuhlutfallinu, en það féll þó um þriðjung á sama tíma og Svíar juku hlut sinn verulega og vörðu titilinn. Sama sagan endurtók sig í næstu keppnum. Á þriggja ára fresti stungu Norðurlandabúar sér til sunds og í hvert sinn urðu lyktir mála þær að Ísland náði langmestu þátttökunni, en varð af titlinum vegna þess að einhver hinna þjóðanna náði meiri hlutfallslegri bætingu. Í hvert sinn mögluðu íslenskir íþróttafréttamenn yfir heimskulegum reglum, en með tímanum fóru landsmenn að taka óréttlætinu eins og hverju öðru hundsbiti og fréttirnar af úrslitum keppninnar urðu að hálfgerðri neðanmálsgrein í blöðum. Nýjar reglur Norrænu sundkeppninnar voru samþykktar fyrir árið 1972. Í stað þess að telja aðeins þá einstaklinga sem syntu 200 metrana, var gerð sú grundvallarbreyting að þátttakendur máttu synda eins oft og þeir vildu (en þó ekki nema einu sinni á dag) til að safna stigum. Keppnistímabilið var sömuleiðis lengt og varði í meira en hálft ár. Mikil vakning var á sviði almenningsíþrótta um þessar mundir. Landsmenn voru hvattir til hvers kyns líkamsæfinga sem voru einu nafni kallaðar „trimm“ og fengu þau sem syntu 200 metrana ákveðið oft (t.d. 25 eða 50 sinnum) leyfi til að kaupa sérstök viðurkenningarmerki. Keppnisskapið vaknaði á ný hjá Íslendingum. Dagblöðin birtu viðtöl við fólk sem synti 200 metrana upp á hvern einasta dag og röktu svimandi þátttökutölurnar. Yfirburðir Íslendinga urðu enda algjörir og skyndilega tók þjóðin keppnina aftur í sátt. En endalokin voru skammt undan. Skipulagning Norrænu sundkeppninnar árið 1975 mistókst hrapallega hér á landi og þátttakan hrundi. Annars staðar á Norðurlöndunum komust menn að þeirri niðurstöðu að keppnin hefði gengið sér til húðar og var hún lögð niður. Árið 1984 var hún endurvakin, en í það sinnið hafði bæst við ný keppnisþjóð sem kunni jafnvel enn betur en Íslendingar að nýta sér kosti höfðatölureglunnar. Færeyingar reyndust allra þjóða sundglaðastir og hrepptu titilinn. Lauk þar með rúmlega þriggja áratuga stormasömu sambandi Íslendinga við Norrænu sundkeppnina.
Saga til næsta bæjar Sundlaugar Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira