Verðandi mæður leitast við að fæða utan Landspítalans vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. júní 2018 19:07 Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Nú styttist óðum í að uppsagnir ljósmæðra taki gildi, en það mun gerast þann fyrsta júlí, eftir tvær vikur. Að sögn ljósmóður á Landspítalanum eru þær margar hverjar orðnar mjög uggandi yfir stöðu mála. „Staða mín er sú að fyrir þrem mánuðum síðan sagði ég upp fastri stöðu minni á Landspítalanum. Uppsögnin tekur gildi 1. júlí. Með sorg í hjarta geng ég út af mínum vinnustað, sem ég elska að vinna á,“ segir Guðrún Fema Ágústdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum. Þá segist hún vita til þess að verðandi mæður á höfuðborgarsvæðinu ráðleggi hverri annarri að leita utan landspítalans, þar sem þær eru hræddar um heilsu sína og barnsins í ljósi þess hve undirmannaður spítalinn er. „Ófrískar konur hafa flestar samband við ljósmæður, sem og sín á milli, í svokölluðum bumbuhópum. Ég hef heyrt af því að þær ætli að sækja sér þjónustu fyrir utan Landspítalann vegna uppsagna á spítalanum. Sú staða er ekki raunsæ þar sem að í sumar munu kvensjúkdómadeild og fæðingardeild sameinast á Akranesi. Þar verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum. Fyrirhugaðar lokanir verða í Keflavík og verður því ekki hægt að taka á móti fleiri konum,“ segir Guðrún. En geta heilbrigðisstofnanir utan höfuðborgarsvæðisins hjálpað deildum Landspítalans?Ljósmóðirin Hrafnhildur ÓlafsdóttirÚr einkasafni„Við reynum að sinna ölum konum sem koma til okkar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Mönnunin verður dræm hjá okkur í sumar. Við erum með færri rúm fyrir sængurlegun. Því getum við takmarkað hjálpað Landspítalanum í að leysa vandann sem skapast þar,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Þá biðlar Guðrún Fema til ríkisstjórnar að eyða kynbundnum launamisrétti og segir tilvalið að byrja á kvennastétt á borð við ljósmæður.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15 Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00 Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu Konur gætu þurft að fara beint heim eftir fæðingu án viðkomu á sængurlegudeild vegna uppsagna ljósmæðra á Landspítalanum. Flestar uppsagnir eru á meðgöngu- og sængurlegudeild og um þriðjungur starfsfólks deildarinnar hættir störfum um næstu mánaðarmót. Framkvæmdastjóri kvennasviðs spítalans hefur verulegar áhyggjur af stöðunni. 11. júní 2018 19:15
Samstöðufundur með ljósmæðrum á Kvenréttindadaginn Sýna ljósmæðrum stuðning á táknrænan hátt. 14. júní 2018 15:00
Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. 9. júní 2018 12:37