Beyonce og Jay-Z komu öllum að óvörum með glænýrri plötu í fyrradag.
Þangað til í dag hefur platan einungis verið aðgengileg á Tidal, streymisveitu í eigu sjálfs Jay-Z.
Útgáfa plötunnar á Spotify kemur á óvart þar sem nýjustu plötur þeirra hjóna, Lemonade og 4:44, eru hvorugar aðgengilegar á Spotify.
Hér að neðan má hlusta á plötuna á Spotify.