Slagsmál og sprey á Laugavegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 05:33 Það var nóg um að vera á Laugavegi í nótt. VÍSIR/VILHELM Hópslagsmál brutust út á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi fjórir einstaklingar ráðist að einum. Þegar lögreglan kom á vettvang voru slagsmálin þó yfirstaðin og „engar kröfur frá neinum,“ eins og það er orðað. Engu að síður hafði lögreglan afskipti af einum slagsmálahundanna en hann reyndist vera með tvo ólöglega hnífa á sér. Þeir voru teknir af honum og minnir lögreglan á að vopnaburður á almannafæri er bannaður með lögum. Þá voru tveir karlar og ein kona, öll á þrítugsaldri, áminnt fyrir að spreyja á húsgafl á Laugavegi skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Í samtali við lögreglumenn neituðu þau öll sök - þrátt fyrir að athæfi þeirra hafi náðst á upptöku eftirlitsmyndavéla. Ekki fylgir sögunni hvort þau hafi hlotið sekt fyrir vikið en spreybrúsar þeirra voru í það minnsta haldlagðir. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Við sýnatöku kom í ljós að einn þeirra reyndist undir áhrifum þremur mismunandi efna, annar fjórum og sá þriðji hafði neytt fimm mismunandi fíkniefna áður en hann settist undir stýri. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatökunni. Lögreglumál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hópslagsmál brutust út á Laugavegi á öðrum tímanum í nótt. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að þar hafi fjórir einstaklingar ráðist að einum. Þegar lögreglan kom á vettvang voru slagsmálin þó yfirstaðin og „engar kröfur frá neinum,“ eins og það er orðað. Engu að síður hafði lögreglan afskipti af einum slagsmálahundanna en hann reyndist vera með tvo ólöglega hnífa á sér. Þeir voru teknir af honum og minnir lögreglan á að vopnaburður á almannafæri er bannaður með lögum. Þá voru tveir karlar og ein kona, öll á þrítugsaldri, áminnt fyrir að spreyja á húsgafl á Laugavegi skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Í samtali við lögreglumenn neituðu þau öll sök - þrátt fyrir að athæfi þeirra hafi náðst á upptöku eftirlitsmyndavéla. Ekki fylgir sögunni hvort þau hafi hlotið sekt fyrir vikið en spreybrúsar þeirra voru í það minnsta haldlagðir. Einnig voru nokkrir ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Við sýnatöku kom í ljós að einn þeirra reyndist undir áhrifum þremur mismunandi efna, annar fjórum og sá þriðji hafði neytt fimm mismunandi fíkniefna áður en hann settist undir stýri. Allir voru þeir látnir lausir að lokinni sýnatökunni.
Lögreglumál Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira