Ekkert pláss fyrir einelti í þessum heimi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 10:15 Hin 14 ára Millie Bobby Brown hætti sjálf á Twitter vegna neteineltis. Skjáskot/MTV Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér. Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum? Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér.
Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Varaþingmaður VG á von á barni Lífið Aðventumolar Árna í Árdal: Heitt jarðaberjasúkkulaði Matur Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Syndir um eins og hafmeyja í laugunum Lífið Skellihló með kærastanum á rauðu ljósi Lífið Fréttakviss vikunnar: Ertu með á nótunum? Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25
Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00
14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04