Sérsveitin kölluð út í Stigahlíð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2018 11:56 Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. Vísir/aðsend mynd Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu var við Stigahlíð í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöldi, skömmu eftir að lögreglu-og sérsveitaraðgerð lauk við Engihjalla í Kópavogi sem hófst á níunda tímanum. Aðalvarðstjóri á lögreglustöð 1 staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá aðgerðinni. Þar kemur fram að þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum hafi verið á vettvangi. Þrátt fyrir að aðalvarðstjóri hafi staðfest fréttirnar varðist hann að öðru leyti allra fregna og sagði að málið væri nú komið til rannsóknardeildar lögreglu. Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. Sjónarvottar greindu frá því að hafa fylgst með þegar lögregla dró stærðarinnar eggvopn upp úr buxnaskálm annars mannsins sem handtekinn var og þá hafi hinn maðurinn verið handtekinn ofar í götunni eftir að hafa reynt að flýja. Að sögn nágranna leigir Reykjavíkurborg umrætt hús og búa þar umsækjendur um alþjóðlega vernd.Sérsveitin hafði í nógu að snúast í gærkvöldi.vísir/aðsent Lögreglumál Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu við Engihjalla Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu var við Engihjalla í Kópavogi í kvöld. 18. júní 2018 21:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu var við Stigahlíð í Reykjavík um tíuleytið í gærkvöldi, skömmu eftir að lögreglu-og sérsveitaraðgerð lauk við Engihjalla í Kópavogi sem hófst á níunda tímanum. Aðalvarðstjóri á lögreglustöð 1 staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá aðgerðinni. Þar kemur fram að þrír sérsveitarbílar með átta fullbúnum sérsveitarmönnum hafi verið á vettvangi. Þrátt fyrir að aðalvarðstjóri hafi staðfest fréttirnar varðist hann að öðru leyti allra fregna og sagði að málið væri nú komið til rannsóknardeildar lögreglu. Íbúar sem búa í námunda við einbýlishúsið, sem lögregla á að hafa ráðist inn í, greina frá því sem fyrir augu bar í gærkvöldi. Einn íbúanna sagði fréttamanni frá því að í lögregluaðgerðinni hefðu tveir menn verið handteknir úti á miðri götu. Sjónarvottar greindu frá því að hafa fylgst með þegar lögregla dró stærðarinnar eggvopn upp úr buxnaskálm annars mannsins sem handtekinn var og þá hafi hinn maðurinn verið handtekinn ofar í götunni eftir að hafa reynt að flýja. Að sögn nágranna leigir Reykjavíkurborg umrætt hús og búa þar umsækjendur um alþjóðlega vernd.Sérsveitin hafði í nógu að snúast í gærkvöldi.vísir/aðsent
Lögreglumál Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu við Engihjalla Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu var við Engihjalla í Kópavogi í kvöld. 18. júní 2018 21:59 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Fleiri fréttir „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu við Engihjalla Mikill viðbúnaður sérsveitar og lögreglu var við Engihjalla í Kópavogi í kvöld. 18. júní 2018 21:59