Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 21:28 Trump hefur stært sig af því að vera bjargvættur hnignandi kolaiðnaðar Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent