YouTube sætir harðari reglum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:45 Elfa Ýr Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira