Verðum að vera afar snöggir og skarpir í hugsun í leik okkar Hjörvar Ólafsson skrifar 2. júní 2018 10:45 Heimir Hallgrímsson gefur leikmönnum skipanir á æfingu íslenska liðsins á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/Eyþór Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur nýhafið lokahnykkinn í undirbúningi sínum fyrir lokakeppni heimsmeistaramótsins sem hefst í Rússlandi eftir tæpar tvær vikur. Hluti af þeim undirbúningi er leikur íslenska liðsins gegn Noregi á Laugardalsvellinum í kvöld. Leikurinn er næstsíðasti leikur liðsins fyrir stóru stundina, en Gana mætir á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið. Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum blaðamanna á fundi í hádeginu í gær og þar fór hann yfir stöðuna á íslenska liðinu, hvernig hann hygðist nota leikina sem fram undan eru og hvað liðið væri að fara yfir á æfingunum fram að fyrsta leik á HM. „Það eru allir leikmenn liðsins leikfærir fyrir utan Aron Einar [Gunnarsson]. Aron Einar er á réttri leið í bataferli sínu og gæti mögulega spilað, en það væri ofboðslega óskynsamlegt. Gylfi Þór [Sigurðsson] er leikfær, en við höfum ekki tekið ákvörðun um það hvort og þá hversu mikið hann tekur þátt í leikjunum á móti Noregi og svo í leiknum gegn Gana,“ sagði Heimir um stöðuna á leikmannahópi íslenska liðsins. „Við munum nýta þessi leiki til þess að bæta okkur í að vera sneggri í því að taka ákvarðanir í leik okkar. Við erum að fara að mæta afar sterkum þjóðum á HM og þegar þú mætir jafn öflugum leikmönnum og bíða okkar þá þarftu að vera hraður í þinni ákvörðunartöku, en á sama tíma að taka skynsamlegar ákvarðanir,“ sagði Heimir aðspurður um hvað hann vildi fá út úr leikjunum á móti Noregi og Gana. „Leikmenn eru svo á mismunandi stað hvað varðar leikform og við munum taka mið af því þegar við ákveðum spiltíma leikmanna. Við munum fara yfir ýmis taktísk atriði og skerpa á okkar áherslum um leið og við erum að spila okkur í betra leikform. Fyrst og fremst erum við að leggja áherslu á það að vera skarpir og snarpir í okkar aðgerðum,“ sagði Heimir enn fremur þegar hann var spurður út í hvað hann vildi fá út úr leikjunum. „Vissulega verður sérstakt að mæta góðum vini mínum, Lars Lagerbäck, og liðin vita bæði upp á hár hvernig andstæðingurinn spilar. Það má segja að bæði lið séu að líta í spegil og leikurinn mun ekki vinnast á því að annar hvor aðilinn komi hinum á óvart. Það er heldur ekki aðalatriðið í leiknum á morgun. Við viljum bara góða frammistöðu og að leikmenn fái mikið út úr leiknum hvað það varðar að komast í gott leikform,“ sagði Heimir. „Við þurfum að læra marga hluti fram að móti og leikmenn eru að innbyrða mikið magn af upplýsingum á skömmum tíma. Það er hins vegar eitthvað sem þeir eru vanir að gera og ég hef engar áhyggjur af því að þeir höndli það ekki. Við erum að fara á stærra svið en við höfum farið áður á, en markmiðið er ávallt það sama, að bæta sig með hverri æfingu og hverjum leik,“ sagði Heimir um komandi verkefni hjá liðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Fótbolti Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Baldvin færðist aftur í níunda sæti og missti af úrslitum Erna Sóley sextánda á EM Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Dagskráin: NBA, enska b-deildin, þýskt Íslendingalið og Lengjubikar kvenna Í lífstíðarbann fyrir tvíburasvindl Sjá meira