Fengu lykilupplýsingar með því að laumast í bíl Golden State-morðingjans meðan hann verslaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 18:12 Aðstandendur fórnarlamba Golden State morðingjans hafa verið viðstaddir dómsálið á hendur DeAngelo. Vísir/Getty Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs. Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Rannsóknarlögreglumenn í Kaliforníu í Bandaríkjunum öfluðu sér lykilupplýsinga í rannsókn þeirra á hver væri Golden State-morðinginn svokallaði með því að laumast inn í bíl þess sem helst var grunaður var um að vera morðinginn. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum sem reyndust passa við sæðisleifar sem fundust á vettvangi á sínum tíma. Golden State-morðinginn hafði leikið lausum hala á árunum 1976-1986 í Kaliforníu og var hann talinn bera ábyrgð á 12 morðum, 51 nauðgun og 120 innbrotum. Í 40 ár voru brotin óupplýst en í apríl var hinn 72 ára gamli Joseph James DeAngelo handtekinn vegna málsins. Skjöl sem fréttastofur í Bandaríkjunum hafa nú undir höndum varpa ljósi á því hvernig rannsóknarmenn komist á snoðir um DeAngelo og hvað leiddi til handtöku hans í apríl. Sjá einnig: Tólf morð, 51 nauðgun og 151 innbrot óupplýst í 41 ár.Í frétt CNN segir að fylgst hafi verið með honum um tíma. Meðal annars höfðu þeir safnað sýnum úr ruslatunnu við heimili hans. Þegar hann fór á bíl sínum að versla einn daginn nýttu rannsakendur tækifærið og laumuðust inn í bíl DeAngelo á meðan hann var inn í versluninni. Þar söfnuðu þeir DNA-sýnum að því er fram kemur í handtöku- og leitarheimildum sem fréttastofur ytra hafa undir höndum.DeAngelo hefur enn ekki gefið út hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan.Vísir/GettySem fyrr segir voru DNA-sýnin borin saman við önnur DNA-sýni sem tengd höfðu verið við Golden State-morðingjann. Þrátt fyrir að Golden State morðingin hafi verið tengdur við tólf morð hefur DeAngelo aðeins verið ákærður fyrir fjögur morð, en saksóknarar útiloka ekki að hann verði ákærður fyrir fleiri glæpi. DeAngelo hefur enn ekki sagt hvort hann muni lýsa sig sekan eða saklausan af ákærunum. DeAngelo vann sem lögreglumaður í Kaliforníu á árunum 1973 til 1979 þegar hann var rekinn fyrir að ræna hundafælu og hamar úr verslun. Lögregla telur að hann hafi framið hræðilega glæpi á meðan hann starfaði sem lögreglumaður. Málin vöktu mikla skelfingu meðal Bandaríkjamanna á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Árásarmaður braust inn á heimili fólks að næturlagi og batt og nauðgaði fórnarlömbum sínum. Hann flúði síðan vettvang með reiðufé, skartgripi og skilríki. Fórnarlömbin voru á aldrinum 12-41 árs.
Tengdar fréttir Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38 Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30 Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fleiri fréttir Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Sjá meira
Höfðu upp á Golden State-morðingjanum með hjálp ættfræðivefsíðna Rannsakendur eru sagðir hafa þrengt hringinn með því að bera saman lífsýni við upplýsingar sem var hlaðið upp á vefsíðurnar. 27. apríl 2018 12:38
Golden State-morðinginn: Tólf morð, 51 nauðgun og 120 innbrot óupplýst í 40 ár Lögreglan í Kaliforníu handtók 72 ára gamlan mann á þriðjudag sem er talinn bera ábyrgð á einni alræmdustu glæpahrinu Bandaríkjanna. 26. apríl 2018 13:30