Reyndi að tengjast voninni hjá þeim sem komust af Benedikt Bóas skrifar 4. júní 2018 06:00 Birgir Hilmarsson í stúdíóinu sínu þar sem hann samdi verkið fyrir myndina. Vísir/Sigtryggur „Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.” Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Verkið nálgaðist ég þannig að ég reyndi að tengjast viðfangsefninu tilfinningalega en líka voninni hjá þeim sem komust af,“ segir tónskáldið Biggi Hilmars en hann semur tónlistina í heimildarmynd um brunann í Grenfell fjölbýlishúsinu í Kensington hverfinu sem Jonathan Rudd leikstýrir. Bruninn vakti heimsathygli enda fuðraði fjölbýlishúsið upp á undraskömmum tíma. Alls létust 72 í eldhafinu og enn er verið að rétta í málinu. Myndin kallast Grenfell Our Home og er framleidd í sýndarveruleika. Bíógestir fá þannig sýndarveruleikagleraugu og fá að skyggnast inn í bygginguna eins og hún leit út og upplifa stemninguna í húsinu, skelfinguna í kringum brunann, ásamt því að heyra viðtöl við eftirlifendur. Myndin verður frumsýnd á Sheffield Doc Festival í næsta mánuði og fer í framhaldinu á ferðalag um heiminn. Grenfell turninn sem stóð í Kensington hverfinu var 24 hæðir og fóru um 200 slökkviliðsmenn á vettvang til að slökkva eldhafið. Fréttablaðið/EPABiggi segir sköpunarferlið hafa verið athyglisvert, því hann hafi ekki séð mikið af myndinni enda tekur mjög langan tíma að framleiða hana í sýndarveruleika. „Ég fékk tímalínu og pínu bút úr myndinni og viðtölum til að sjá. Sýndarveruleiki er mjög nýtt fyrirbæri og dýrt í framkvæmd, en fyrirtækið sem gerir hana er mjög framarlega í þessu. Þau náðu að gera nokkrar sekúndur á dag með stóru teymi. „Þetta er búið að vera mjög áhugavert verkefni, en jafnframt krefjandi því maður upplifði svo mikla sorg í gegnum sögur og upplifanir þeirra sem eftir lifðu. Ég samdi af fingrum fram undir það sem ég var með í höndunum og út komu verk sem einkennast af einhvers konar tregablandinni fegurð, sorg og von þeirra sem eftir lifðu.”
Birtist í Fréttablaðinu Bruni í Grenfell-turni Tengdar fréttir Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30 Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24 Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu. 27. júlí 2017 11:30
Lögregla staðfestir að 71 manns hafi látist í brunanum í Grenfell-turni Lögreglan í London staðfesti endanlega tölu á mannsföllum í kjölfar brunans í Grenfell-turni. 16. nóvember 2017 13:24
Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa 14. júlí 2017 21:54