Þjóðverjinn Emre Can er á förum frá Liverpool en Sky á Ítalíu segir í morgun að hann sé búinn að samþykkja tilboð frá Juventus.
Can mun skrifa undir fjögurra ára samning við Juventus en þessi félagaskipti hafa legið lengi í loftinu. Samningur hans við Liverpool er að renna út og Juventus fær hann því frítt.
Can kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen árið 2014 og spilaði 167 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim leikjum 14 mörk.
Nú liggur leiðin til Tórínó hjá þessum 24 ára gamla leikmanni.
Can búinn að semja við Juventus
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





Guðrún kveður Rosengård
Fótbolti

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn




Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City
Enski boltinn