„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 10:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08
Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45