„Borgarbúar geta treyst því að þær ganga vel og örugglega“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 10:41 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, segist vera í góðu yfirlæti í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að viðræður um myndun meirihluta miði vel áfram. „Borgarbúar geta treyst því að þær [viðræðurnar] ganga vel og örugglega. Við erum bara að þræða okkur í gegnum málefnin. Það í rauninni bara gengur mjög vel. Við fórum af stað í þessar formlegu viðræður eftir að við vorum búin að heyra í öllum oddvitum flestra flokka á báðum vængjum og átta okkur á stöðunni. Við höfðum mikla trú á því hvar samleiðin lægi og hvar ekki áður en við fórum af stað. Þetta gengur bara vel.“ Þórdís Lóa segir að hún hafi rætt við oddvita flestra flokka á báðum vængjum áður en hún ákvað að ganga til viðræðna með Samfylkingu, Vinstri grænum og Pírötum.Vísir/vilhelmÞetta sagði Þórdís Lóa sem var í símaviðtali í Bítínu í morgun. Flokkarnir sem eiga í viðræðum um myndun meirihluta í Reykjavík funda áfram í dag í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en Þórdís Lóa segir að þau séu í góðu yfirlæti í skólanum. Fundur hófst klukkan níu í morgun. Í gær voru velferðar-og menntamál á dagskrá auk þess sem þjónustu-og lýðræðismál voru rædd. Þegar Þórdís Lóa er spurð hvort myndun meirihluta með þeim flokkum sem ræða nú saman hafi verið í samræmi við úrslit sveitarstjórnarkosninga svarar Þórdís Lóa:Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, Dóra Björt Þórhallsdóttir, oddviti Pírata og Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.Vísir/vilhelm„Já, ég segi nú svo sem ekkert við því annað en bara að þetta er niðurstaðan. Þetta var nú líka niðurstaðan í alþingiskosningunum, við skulum nú ekki gleyma því, það er hálft ár síðan þær voru, og þá var það Sjálfstæðisflokkurinn sem fór niður um 3,4% og Framsóknarflokkurinn líka en nú eru þessir flokkar í ríkisstjórn,“ segir Þórdís Lóa og bætir við: „Þetta er náttúrulega bara þannig að það er kosið og koma niðurstöður. Við vorum í oddastöðu og fórum yfir þetta landslag allt. Þetta var niðurstaðan að þarna væri málefnunum best varið. Það er niðurstaðan og þá er það væntanlega niðurstaða kosninganna líka.“ Þórdís Lóa segir að flokkarnir ætli að halda áfram að vinna í þeim málaflokkum sem þeir unnu að í gær og halda áfram á þeirri vegferð; „svo leiðir þetta nú bara eitt af öðru en viðræðurnar sjálfar eru algjört trúnaðarmál.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50 Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08 Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Sjá meira
Dóra Björt greinir frá stöðunni í viðræðunum: „Það er mikið í húfi“ Aðspurð hvort einhver meiriháttar ágreiningsmál hefðu komið upp í viðræðunum svarar hún neitandi. Þau leggi sig öll fram við að vera lausnamiðuð. "Við myndum alltaf reyna að finna flöt á málunum svo að allir geti við unað.“ 4. júní 2018 14:50
Ræða velferðarmálin í dag Flokkarnir sem eiga í meirihlutaviðræðum ræða velferðarmál í dag. 4. júní 2018 11:08
Meirihlutaviðræður halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Pírata um myndun meirihluta í Reykjavíkurborg halda áfram í dag og fara fram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. 1. júní 2018 10:45