Innlent

Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti kjarasamning grunnskólakennara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, við undirritun samningsins 25. maí síðastliðinn.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, og Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, við undirritun samningsins 25. maí síðastliðinn.
Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara, 74% þeirra sem tóku afstöðu, hefur samþykkt nýjan kjarasamning í allsherjaratkvæðagreiðslu. Þetta kemur fram í frétt á vef Kennarasambandsins.

Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna FG stóð yfir dagana 31. maí til 5. júní 2018. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er sem hér segir:

Á kjörskrá voru 4.689

Atkvæði greiddu 3.423 eða 73%

Já sögu 2.533 eða 74%

Nei sögðu 837 eða 24,45%

Auðir voru 53 eða 1,55%

Skrifað var undir kjarasamninginn í húsakynnum ríkissáttasemjara 25. maí síðastliðinn. Félag grunnskólakennara hefur verið án kjarasamnings síðan í desember á síðasta ári en nýi samningurinn gildir frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×