Áfram Ísland Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 07:00 Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar