Áfram Ísland Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 07:00 Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Rúmlega 2.000 miðar voru óseldir á síðasta leik Íslands áður en drengirnir okkar fara á Heimsmeistaramótið þegar þessi grein er skrifuð. Það er ekki nógu gott. Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn, hvað þá á landsleiki. Miðaverð er auðvitað mjög hátt. Það er verið að verðleggja marga út af þessari skemmtun. Góð sæti kosta 7.500 krónur en þau lélegustu 3.500. Í ljósi umræðunnar um nýjan þjóðarleikvang er auðvitað hálf bagalegt fyrir alla sem standa að því verkefni að það sé ekki mikill áhugi á að koma á völlinn. Það á jú að byggja 20 þúsund manna völl og er gert er ráð fyrir að það sé alltaf uppselt. Það skrýtnasta í þeirri umræðu er að nefndir eftir nefndir, og bara nefndu það, komust að þeirri niðurstöðu að tvær niðurstöður væru bestar. Ekki fleiri og ekki færri. Það finnst mér skrýtið. Enda hefði ég haldið að það væri hægt að koma með svona 10 hugmyndir að nýjum velli, stórum og smáum. Ísland þarf samt nýjan völl og nýjan leikvang. En hann þarf ekki að taka 20 þúsund manns. Hann þarf bara að rúma 10-12 þúsund manns. Það er ljóst að KSÍ, ríkið og Reykjavíkurborg hafa ekki átt mörg samtöl við aðra en ráðgjafafyrirtækið Lagardère Sports og ætla að treysta því í einu og öllu. Skýrsla KPMG um nýjan völl bendir þó á að Lagardère Sports gæti haft mikilla hagsmuna að gæta verði verkefnið að veruleika sem kalli á skynsamlega rýni helstu hagsmunaaðila í ráðleggingar fyrirtækisins. Það eitt segir mér að það var ekki staðið nógu vel að þessu. Það vantar meiri fagmennsku enda á þessi nýi völlur að kosta marga milljarða. Það má ekki bara leika sér og ég kalla eftir meiri fagmennsku.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar