Nýr forstjóri NASA búinn að skipta um skoðun á loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2018 10:23 Bridenstine vefengdi loftslagsvísindi eins og flokkssystkini sín þegar hann var þingmaður. Nú segir hann að honum sé orðið ljóst að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður repúblikana sem tók við stöðu forstjóra bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA í vor segist nú gera sér grein fyrir að losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé orsök loftslagsbreytinga. Hann hafi skipt um skoðun frá því að hann lýsti efasemdum um loftslagsvísindi. Bandaríkjaþing staðfesti skipan James Bridenstine sem forstjóra NASA í síðasta mánuði með minnsta mögulega mun. Demókratar gagnrýndu að hann skorti reynslu af stjórnun og bakgrunn í vísindum. Margir rifjuðu einnig upp umdeild ummæli Bridenstine þegar hann var þingmaður Oklahoma-ríkis þar sem hann vefengdi loftslagsvísindi. Í þingræðu árið 2013 fullyrti hann meðal annars ranglega að meðalhiti jarðar hefði hætt að hækka fyrir tíu árum. Bridenstine sagði þingnefndinni sem fjallaði um skipan hans að skoðanir hans á loftslagsbreytingum hefðu „þróast“ frá því að hann lét þau ummæli falla. Nú samþykkti hann að losun manna væri orsök hnattrænnar hlýnunar.Hlustaði á sérfræðinga og las sér til Í flestum löndum þætti það ekki í frásögu færandi að yfirmaður vísindastofnunar sem rannsakar loftslagsbreytingar trúi niðurstöðum hennar. Stór hluti Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur hins vegar lengi sáð fræjum efasemda um loftslagsvísindi. Ríkisstjórn Donalds Trump hefur jafnframt stigið fjölda skrefa til að gera lítið úr loftslagsbreytingum og vinda ofan af aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. The Guardian sagði frá því á dögunum að NASA hefði dregið verulega úr magni upplýsinga um loftslagsbreytingar sem stofnunin deilir með almenningi eftir að Trump tók við sem forseti í fyrra. Hafði blaðið eftir fyrrverandi starfsmanni NASA sem sá um að deila efni á samfélagsmiðlum að hún hefði verið vöruð við því að nota hugtakið „loftslagsbreytingar“ af yfirboðurum sínum. Í viðtali við Washington Post í gær sagði Bridenstine að það hafi ekki verið neitt eitt sem taldi honum hughvarf um loftslagsbreytingar. Þegar hann var formaður umhverfisnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefði hann hlusta að framburð fjölda vitna, hann hafi heyrt í sérfræðingum og lesið sér mikið til. „Ég komst að þeirri niðurstöðu sjálfur að koltvísýringur væri gróðurhúsalofttegund sem við erum að setja út í lofthjúpinn í miklu magni og þess vegna höfum við lagt til þeirrar hnattrænu hlýnunar sem við höfum séð. Og við höfum gert það á virkilega umtalsverðan hátt,“ segir Bridenstine.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15 Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Flestir þeirra sem Trump tilnefnir í vísindastöður eru ekki með æðri vísindamenntun Þeir sem eru með æðri menntun í vísindum hafa í mörgum tilfellum verið tengdir iðnaðinum sem þeir eiga nú að hafa eftirlit með fyrir hönd stjórnvalda. 6. desember 2017 16:15
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39
Efasemdamaður um loftslagsbreytingar tilnefndur í forstjórastól NASA Þingmaðurinn Jim Bridenstine verður fyrsti kjörni fulltrúinn sem gegnir embættinu. 3. september 2017 09:43