Kröfu Datacell um kyrrsetningu á eignum Valitors hafnað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júní 2018 06:00 Kyrrsetningarbeiðni hefur áður verið hafnað. Vísir/STEFÁN Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valitor sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni segir fyrirtækið að ákvörðunin komi ekki á óvart, „enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður hafnað sömu kröfu.“ „Valitor vill jafnframt nota tækifærið til að vísa á bug söguburði í fjölmiðlum þess efnis að lögmaður Datacell og SPP hafi átt í einhvers konar samningaviðræðum við Valitor um uppgjör á kröfum þessara fyrirtækja á hendur félaginu. Engar slíkar viðræður hafa átt sér stað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. „Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP sem er að langmestu leyti í eigu Julian Assange. Það félag hefur aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefur félagið aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kyrrsetningarkröfu Datacell og Sunshine Press Productions (SPP) á eignum Valitors. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Valitor sendi frá sér í gær. Í tilkynningunni segir fyrirtækið að ákvörðunin komi ekki á óvart, „enda telur Valitor að kyrrsetningarkrafan hafi ekki átt við nein rök að styðjast, auk þess sem Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafði áður hafnað sömu kröfu.“ „Valitor vill jafnframt nota tækifærið til að vísa á bug söguburði í fjölmiðlum þess efnis að lögmaður Datacell og SPP hafi átt í einhvers konar samningaviðræðum við Valitor um uppgjör á kröfum þessara fyrirtækja á hendur félaginu. Engar slíkar viðræður hafa átt sér stað,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Forsaga málsins er sú að Wikileaks tók við styrkjum í gegnum greiðslugátt sem Datacell og Sunshine Press Production (SPP) ráku. Greiðslugáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samningnum fyrirvaralaust. Hæstiréttur sló því föstu með dómi vorið 2013 að riftun samningsins væri ólögmæt. Frá þeim tíma hafa málaferli staðið um skaðabótakröfur vegna riftunar. Dómkvaddir matsmenn mátu tjónið á 3,2 milljarða. „Vert er að benda á að langstærstur hluti krafna framangreindra félaga á hendur Valitor, eða um 95%, er krafa SPP sem er að langmestu leyti í eigu Julian Assange. Það félag hefur aldrei átt í viðskiptasambandi við Valitor. Auk þess hefur félagið aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerir samt milljarða kröfur á hendur fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00 Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Gætu krafið ríkið um skaðabætur Fyrirtækin Datacell og Sunshine Press Productions gætu krafið íslenska ríkið um skaðabætur verði vanhöld á eftirliti Fjármálaeftirlitsins með fjárhagsstöðu Valitors. Lögmaður fyrirtækjanna krefst þess að eftirlitið knýi á um bætta eiginfjárstöðu kortafyrirtækisins. 23. maí 2018 06:00
Niðurstaða um 3 milljarða tjón stendur Valitor fær ekki nýtt undirmat á tjóni DataCell og Sunshine Press Productions vegna ólögmætrar riftunar Valitors á greiðslugáttarsamningi fyrir Wikileaks, samkvæmt niðurstöðu héraðsdóms í gær. Fyrra mat á tjóni upp á 3,2 milljarða stendur því óhaggað. 27. apríl 2018 06:00