Ætla að loka moskum og reka bænapresta úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2018 12:11 Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis. Vísir/AP Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. Stjórnvöld í Austurríki gruna forsvarsmenn moskanna um tengsl við hreyfingar þjóðernissinna í Tyrklandi. 60 af 260 bænaprestum Austurríkis eru til rannsóknar, samkvæmt yfirvöldum þar, og eru 40 þeirra sagðir tilheyra hreyfingunni ATIB, sem tengist yfirvöldum Tyrklands. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði pólitíska íslamstrú, samhliða samfélög og öfgavæðing ekki eiga heima í Austurríki. Innanríkisráðherra landsins segir að mögulega muni allt að 150 manns missa dvalarleyfi sín í Austurríki.Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja á hatri gagnvart íslamstrúnni, rasisma og kynþáttamisrétti.Mikil spenna hefur myndast á milli Austurríkis og Tyrklands á undanförnum mánuðum. Kurz, sem myndaði íhaldssama ríkisstjórn í Austurríki í fyrra, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið felli niður aðildarumsókn Tyrklands og hefur það reitt ríkisstjórn Erdogan til reiði. Aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja að miklu leyti á myndum sem birtust af börnum í búningum tyrkneska hersins þar sem þau voru að leika orrustuna um Gallipoli í mosku í Austurríki. Börnin þóttust vera dáin og voru umvafin tyrkneska fánanum.Umrædd moska er sögð vara rekin af þjóðernissinnahreyfingunni Grey Wolves í Tyrklandi. Sex af moskunum sjö eru reknar af samtökunum Arab Religious Community og ætla yfirvöld Austurríkis að leysa samtökin upp. Austurríki Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Yfirvöld Austurríkis ætla að loka sjö moskum í ríkinu og reka bænapresta, sem sagðir eru vera fjármagnaðir erlendis frá, úr landi. Stjórnvöld í Austurríki gruna forsvarsmenn moskanna um tengsl við hreyfingar þjóðernissinna í Tyrklandi. 60 af 260 bænaprestum Austurríkis eru til rannsóknar, samkvæmt yfirvöldum þar, og eru 40 þeirra sagðir tilheyra hreyfingunni ATIB, sem tengist yfirvöldum Tyrklands. Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, sagði pólitíska íslamstrú, samhliða samfélög og öfgavæðing ekki eiga heima í Austurríki. Innanríkisráðherra landsins segir að mögulega muni allt að 150 manns missa dvalarleyfi sín í Austurríki.Talsmaður Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, segir aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja á hatri gagnvart íslamstrúnni, rasisma og kynþáttamisrétti.Mikil spenna hefur myndast á milli Austurríkis og Tyrklands á undanförnum mánuðum. Kurz, sem myndaði íhaldssama ríkisstjórn í Austurríki í fyrra, hefur kallað eftir því að Evrópusambandið felli niður aðildarumsókn Tyrklands og hefur það reitt ríkisstjórn Erdogan til reiði. Aðgerðir yfirvalda Austurríkis byggja að miklu leyti á myndum sem birtust af börnum í búningum tyrkneska hersins þar sem þau voru að leika orrustuna um Gallipoli í mosku í Austurríki. Börnin þóttust vera dáin og voru umvafin tyrkneska fánanum.Umrædd moska er sögð vara rekin af þjóðernissinnahreyfingunni Grey Wolves í Tyrklandi. Sex af moskunum sjö eru reknar af samtökunum Arab Religious Community og ætla yfirvöld Austurríkis að leysa samtökin upp.
Austurríki Evrópusambandið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira