Tíska og tónlist í fyrirúmi í nýju listarými Stefán Þór Hjartarson skrifar 30. maí 2018 06:15 Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Natalia Sushchenko og Árni Guðjónsson sem standa að rýminu. Vísir/eyþór Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Listarýmið Kvartýra°49 verður opnað á morgun í bakhúsi við Laugaveginn. Það eru þau Elma Dögg Steingrímsdóttir, Árni Guðjónsson og Natalia Sushchenko sem standa fyrir opnun rýmisins þar sem tónlist og tíska verða í fyrirrúmi. „Þetta er verslun að hluta til þar sem við verðum með föt frá skemmtilegum, ungum hönnuðum og frekar öðruvísi en það sem hefur verið á Íslandi,“ segir Elma Dögg. Merkin sem verða í boði eru til dæmis Études (FR), Nanushka (HU), Reike Nen (KR), Solace London (UK), SNDKT (UA), Masha Reva (UA), Sputnik 1985 (RU), Baserange (FR), House of Holland (UK) og Ashley Williams (UK). „Svo er þetta líka tónlistarrými því að hann Árni þekkir vel til í tónlistarbransanum hérna á Íslandi og ætlar að stýra tónlistarhorni. Stefnan er að vera með tónlistarmann mánaðarins. Við erum búin að heyra í Övari Smárasyni, sem er einmitt að gefa út plötu núna – hann verður fyrsti listamaðurinn. Árni verður líka með podcast samhliða þessu þar sem hann tekur viðtal við listamann mánaðarins. Við verðum með sterkan fókus í tónlistinni þar sem við veljum fimm vínylplötur í sölu hverju sinni.“ Elma segir rýmið vera þannig byggt að auðvelt sé að færa hluti til og búa til pláss fyrir tónleika, en á morgun verður einmitt slegið upp tónleikum í rýminu samhliða því að opnun þess verður fagnað. Berndsen og Quest stíga þar á svið og vígja staðinn. „Það er kaffihorn líka, þannig að það er hægt að setjast niður og skoða blöð með kaffibollanum, en við verðum með sérpöntuð tímarit sem er ekki hægt að finna í bókabúðunum.“ Partíið hefst klukkan sex á fimmtudaginn og í boði verða drykkir. Gestir eru hvattir til að mæta með gulan hlut og hlýtur sá sem mætir með frumlegasta hlutinn verðlaun. Rétt er að benda á að til að komast á gestalista er nauðsynlegt að skrá sig á Facebook-viðburði veislunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira