Karen: Vörn sem fá landslið spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 11:00 Karen Knútsdóttir í landsleik fyrr á árinu. vísir/valli „Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira