Umfjöllun og myndir: Ísland - Tékkland 24-26 | Svekkjandi tap gegn Tékkum Benedikt Grétarsson skrifar 30. maí 2018 22:00 Vísir/eyjólfur Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 24-26 gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Frakklandi í desember. Þar með er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða á mótinu en íslensku stelpurnar mæta Dönum í lokaleik riðilsins á laugardaginn. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 9-14, Tékkum í vil. Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk og var markahæst í íslenska liðinu og Arna Sif Pálsdóttir skoraði fimm mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 11 skot og var mjög góð i seinni hálfleik. Íslenska liðið var í ansi erfiðri stöðu í undanriðlinum fyrir leikinn. Stelpurnar þurftu að vinna Tékka og fara svo til Danmerkur og ná í tvö stig þar líka. Tékkar voru miklu betri á öllum sviðum fyrstu 20 mínútur leiksins. Vörn, sókn og markvarsla voru í molum og Tékkar komust í 10-3. Það verður að viðurkennast að það var hreinlega pínlegt að fylgjast með íslenska liðinu á þessum kafla. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins voru hins vegar miklu betri og stelpurnar urðu grimmari. Þessi kafli vannst 6-4 og það má í raun segja að fimm marka munur í hálfleik hafi verið viðunandi staða, sé tekið mið af hvernig þetta fór af stað. Síðari hálfleikur fór mjög vel af stað hjá Íslandi og það var allt annað að sjá til stelpnanna okkar. Grimmur varnarleikur með Ester Óskarsdóttur gríðarlega sterka byrjaði að gera gestunum lífið leitt og í sókninni fór boltinn að fljóta hraðar og mörkin komu á færibandi. Fyrr en varði var munurinn kominn niður í tvö mörk og stemmingin að magnast í höllinni. Íslenska liðið minnkaði muninn mest í eitt mark en sambland af óheppni og hræðilegri dómgæslu skilað Tékkum aftur í þriggja marka forystu og þar með var björninn unninn hjá gestunum. Lokatölur 24-26 og stelpurnar eru enn án sigurs í þessari undankeppni..Af hverju unnu Tékkar leikinn? Upphafskafli leiksins var hrikalega illa leikinn hjá íslenska liðinu og Tékkar náðu að koma sér í þægilega stöðu. Þessari stöðu náði Ísland vissulega að ógna af krafti en kannski var þessi hola bara of djúp í dag.Hverjar stóðu upp úr? Ester Óskarsdóttir var frábær varnarlega eftir erfiða byrjun. Hún var múr sem Tékkar keyrðu endalaust á og mikið hrós skilið. Guðný Jenný var frábær í seinni hálfleik og Karen stýrði sókninni vel. Arna Sif átti einnig fínan leik.Hvað gekk illa? Dómgæslan var ekki boðleg, því miður. Pólska dómaraparið virkaði á köflum eins og þær kynnu ekki alveg reglurnar og hinn geðprúði Axel Stefánsson var við það að missa vitið á hliðarlínunni.Hvað gerist næst? Ísland fer til Danmerkur og etur kappi við gríðarsterkt lið Dana. Þar verður bara keppt um stoltið.Eyjólfur Garðarsson, ljósmyndari Vísis, var í Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfur EM 2018 í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði 24-26 gegn Tékkum í undankeppni Evrópumótsins sem haldið verður í Frakklandi í desember. Þar með er ljóst að Ísland verður ekki meðal þátttökuþjóða á mótinu en íslensku stelpurnar mæta Dönum í lokaleik riðilsins á laugardaginn. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 9-14, Tékkum í vil. Karen Knútsdóttir skoraði sjö mörk og var markahæst í íslenska liðinu og Arna Sif Pálsdóttir skoraði fimm mörk. Guðný Jenný Ásmundsdóttir varði 11 skot og var mjög góð i seinni hálfleik. Íslenska liðið var í ansi erfiðri stöðu í undanriðlinum fyrir leikinn. Stelpurnar þurftu að vinna Tékka og fara svo til Danmerkur og ná í tvö stig þar líka. Tékkar voru miklu betri á öllum sviðum fyrstu 20 mínútur leiksins. Vörn, sókn og markvarsla voru í molum og Tékkar komust í 10-3. Það verður að viðurkennast að það var hreinlega pínlegt að fylgjast með íslenska liðinu á þessum kafla. Síðustu 10 mínútur hálfleiksins voru hins vegar miklu betri og stelpurnar urðu grimmari. Þessi kafli vannst 6-4 og það má í raun segja að fimm marka munur í hálfleik hafi verið viðunandi staða, sé tekið mið af hvernig þetta fór af stað. Síðari hálfleikur fór mjög vel af stað hjá Íslandi og það var allt annað að sjá til stelpnanna okkar. Grimmur varnarleikur með Ester Óskarsdóttur gríðarlega sterka byrjaði að gera gestunum lífið leitt og í sókninni fór boltinn að fljóta hraðar og mörkin komu á færibandi. Fyrr en varði var munurinn kominn niður í tvö mörk og stemmingin að magnast í höllinni. Íslenska liðið minnkaði muninn mest í eitt mark en sambland af óheppni og hræðilegri dómgæslu skilað Tékkum aftur í þriggja marka forystu og þar með var björninn unninn hjá gestunum. Lokatölur 24-26 og stelpurnar eru enn án sigurs í þessari undankeppni..Af hverju unnu Tékkar leikinn? Upphafskafli leiksins var hrikalega illa leikinn hjá íslenska liðinu og Tékkar náðu að koma sér í þægilega stöðu. Þessari stöðu náði Ísland vissulega að ógna af krafti en kannski var þessi hola bara of djúp í dag.Hverjar stóðu upp úr? Ester Óskarsdóttir var frábær varnarlega eftir erfiða byrjun. Hún var múr sem Tékkar keyrðu endalaust á og mikið hrós skilið. Guðný Jenný var frábær í seinni hálfleik og Karen stýrði sókninni vel. Arna Sif átti einnig fínan leik.Hvað gekk illa? Dómgæslan var ekki boðleg, því miður. Pólska dómaraparið virkaði á köflum eins og þær kynnu ekki alveg reglurnar og hinn geðprúði Axel Stefánsson var við það að missa vitið á hliðarlínunni.Hvað gerist næst? Ísland fer til Danmerkur og etur kappi við gríðarsterkt lið Dana. Þar verður bara keppt um stoltið.Eyjólfur Garðarsson, ljósmyndari Vísis, var í Laugardalshöll í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Vísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfurVísir/eyjólfur
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti