Lygileg atburðarás í Kænugarði Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Það sló viðstadda út af laginu þegar Vasijl Hrijtsak, stjórnandi SBU, (t.v.) kynnti Arkadij Babsjenkó til leiks á blaðamannafundi í gær. Vísir/afp Volodímír Grojsman, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í gær að „alræðisvélin í Rússlandi“ bæri ábyrgð á því að rússneski blaðamaðurinn Arkadij Babsjenkó hefði verið myrtur í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði á þriðjudag. Óleska, eiginkona hans, fann hann samkvæmt fjölmiðlum alblóðugan við innganginn að heimili þeirra og sagði úkraínska lögreglan frá því að hann hefði dáið á leiðinni á sjúkrahús með þrjú skotsár í bakinu. „Ég er viss um að alræðisvélin í Rússlandi hafi ekki fyrirgefið honum hreinskilni sína og afstöðu. Hann var sannur vinur Úkraínu sem sagði heimsbyggðinni allri frá árásum Rússa. Morðingjunum ætti að refsa,“ sagði Grojsman. Rússar svöruðu ásökununum um leið og sagði Sergei Lavrov utanríkisráðherra að ásakanirnar væru uppspuni. Vladimír Peskov, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði svo að Rússar vonuðust eftir raunverulegri rannsókn, ekki sviðsettri til að koma óorði á Rússa. Alexander Bortníkov, stjórnandi alríkislögreglunnar (FSB), sagði að málið væri sambærilegt því þegar eitrað var fyrir Skrípal-feðginunum í Salisbury. Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um málið. Meðal annars greindi BBC frá því að Babsjenkó hefði lengi gagnrýnt yfirvöld í Rússlandi. Hann hefði hins vegar neyðst til að flýja til Úkraínu á síðasta ári eftir að hafa verið hótað lífláti fyrir stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook. Í færslunni skrifaði Babsjenkó um að rússneski herinn varpaði sprengjum á almenna borgara í Aleppo í Sýrlandi.Eftir þessi orðaskipti Rússa og Úkraínumanna, og umfjöllun fjölmiðla, kom það því gífurlega á óvart þegar Arkadí Babsjenkó sjálfur gekk inn á blaðamannafund í Kænugarði, við hestaheilsu, í gær. Á blaðamannafundinum sagði Vasijl Hrijtsak, forsvarsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar (SBU), frá því að leyniþjónustan hefði sviðsett morðið á Babsjenkó. Hrijtsak sagði morðið hafa verið sviðsett til þess að góma menn sem væru að reyna að koma Babsjenkó fyrir kattarnef. Rússnesk yfirvöld hefðu ráðið úkraínskan ríkisborgara til að finna fyrir sig leigumorðingja. Hann hefði rætt við ýmsa kunningja sína, meðal annars uppgjafahermenn, og boðið rúmar þrjár milljónir króna fyrir verkið. Einn hermannanna gaf sig síðan á tal við SBU, að sögn Hrijtsaks. Fyrir liggur að einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en ekkert hefur verið gert opinbert um handtökuna. Júrij Lútsenkó ríkissaksóknari hélt fundinn með Hrijtsak og Babsjenkó. Sagði hann sviðsetninguna hafa verið nauðsynlega til að sannfæra þá sem vildu Babsjenkó feigan um að þeim hefði tekist ætlunarverk sitt. Það kom blaðamönnunum sem sóttu fundinn skiljanlega í opna skjöldu þegar þeir sáu að Babsjenkó væri risinn upp frá dauðum. Bað Babsjenkó kollega sína afsökunar og sagði: „Ég hef of oft þurft að fylgja vinum mínum og samstarfsmönnum til grafar og ég þekki tilfinninguna vel.“ Að sögn Babsjenkós tók tvo heila mánuði að undirbúa þessa aðgerð. Hann hefði sjálfur fengið að vita hvað til stæði fyrir mánuði.Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Russia Today, ríkismiðill sem hefur verið kallaður hluti áróðursvélar Rússlandsstjórnar, greindi frá þessari óvæntu vendingu. Sagði RT að óljóst væri hvort úkraínskir stjórnmálamenn hefðu vitað af sviðsetningunni eða „einfaldlega haldið áfram að saka Moskvu um alla þá alvarlegu glæpi sem eru framdir í Úkraínu“. María Sakaróva, fjölmiðlafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við rússneska miðilinn Interfax að morðið hefði verið sviðsett í áróðursskyni. Sagði hún Rússa þó ánægða að heyra að Babsjenkó væri á lífi. Konstantín Kosasjev, formaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins, sagði við sama miðil að um væri að ræða enn eina aðgerð úkraínskra yfirvalda sem beindist sérstaklega gegn rússneska ríkinu. Forseti Úkraínu, Petró Porosjenkó, sagði að nú myndi úkraínska ríkið halda varnarskildi yfir Babsjenkó. „Það er ólíklegt að yfirvöld í Moskvu róist núna. Ég hef fyrirskipað að vernda skuli Arkadij og fjölskyldu hans.“ Daily Beast sagði í umfjöllun sinni að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem atburðarás sem þessi ætti sér stað. Árið 1984 hefðu Egyptar sviðsett morð líbísks stjórnarandstæðings. „En í fjölmiðlaumhverfi nútímans er svona stórkostlegt dæmi um falsfrétt til þess fallið að rýra trúverðugleika þeirra sem að málinu standa, ekki bara þeirra sem gætu framið glæpinn í raun og veru,“ sagði í umfjölluninni. Fjöldi blaðamanna lýsti sams konar skoðun á Twitter. Natalija Vasiljeva, blaðamaður AP, sagði til dæmis að nú gætu andstæðingar fjölmiðlafrelsis notað mál Babsjenkós sem dæmi um að fjölmiðlum væri ekki treystandi. John Sweeney, blaðamaður BBC sem hefur fjallað um Rússlandsstjórn, tók í sama streng og sagði slæmar hliðar málsins fleiri en þær góðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Volodímír Grojsman, forsætisráðherra Úkraínu, sagði í gær að „alræðisvélin í Rússlandi“ bæri ábyrgð á því að rússneski blaðamaðurinn Arkadij Babsjenkó hefði verið myrtur í úkraínsku höfuðborginni Kænugarði á þriðjudag. Óleska, eiginkona hans, fann hann samkvæmt fjölmiðlum alblóðugan við innganginn að heimili þeirra og sagði úkraínska lögreglan frá því að hann hefði dáið á leiðinni á sjúkrahús með þrjú skotsár í bakinu. „Ég er viss um að alræðisvélin í Rússlandi hafi ekki fyrirgefið honum hreinskilni sína og afstöðu. Hann var sannur vinur Úkraínu sem sagði heimsbyggðinni allri frá árásum Rússa. Morðingjunum ætti að refsa,“ sagði Grojsman. Rússar svöruðu ásökununum um leið og sagði Sergei Lavrov utanríkisráðherra að ásakanirnar væru uppspuni. Vladimír Peskov, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði svo að Rússar vonuðust eftir raunverulegri rannsókn, ekki sviðsettri til að koma óorði á Rússa. Alexander Bortníkov, stjórnandi alríkislögreglunnar (FSB), sagði að málið væri sambærilegt því þegar eitrað var fyrir Skrípal-feðginunum í Salisbury. Fjölmiðlar fjölluðu ítarlega um málið. Meðal annars greindi BBC frá því að Babsjenkó hefði lengi gagnrýnt yfirvöld í Rússlandi. Hann hefði hins vegar neyðst til að flýja til Úkraínu á síðasta ári eftir að hafa verið hótað lífláti fyrir stöðuuppfærslu sem hann setti inn á Facebook. Í færslunni skrifaði Babsjenkó um að rússneski herinn varpaði sprengjum á almenna borgara í Aleppo í Sýrlandi.Eftir þessi orðaskipti Rússa og Úkraínumanna, og umfjöllun fjölmiðla, kom það því gífurlega á óvart þegar Arkadí Babsjenkó sjálfur gekk inn á blaðamannafund í Kænugarði, við hestaheilsu, í gær. Á blaðamannafundinum sagði Vasijl Hrijtsak, forsvarsmaður úkraínsku leyniþjónustunnar (SBU), frá því að leyniþjónustan hefði sviðsett morðið á Babsjenkó. Hrijtsak sagði morðið hafa verið sviðsett til þess að góma menn sem væru að reyna að koma Babsjenkó fyrir kattarnef. Rússnesk yfirvöld hefðu ráðið úkraínskan ríkisborgara til að finna fyrir sig leigumorðingja. Hann hefði rætt við ýmsa kunningja sína, meðal annars uppgjafahermenn, og boðið rúmar þrjár milljónir króna fyrir verkið. Einn hermannanna gaf sig síðan á tal við SBU, að sögn Hrijtsaks. Fyrir liggur að einn hefur verið handtekinn í tengslum við málið en ekkert hefur verið gert opinbert um handtökuna. Júrij Lútsenkó ríkissaksóknari hélt fundinn með Hrijtsak og Babsjenkó. Sagði hann sviðsetninguna hafa verið nauðsynlega til að sannfæra þá sem vildu Babsjenkó feigan um að þeim hefði tekist ætlunarverk sitt. Það kom blaðamönnunum sem sóttu fundinn skiljanlega í opna skjöldu þegar þeir sáu að Babsjenkó væri risinn upp frá dauðum. Bað Babsjenkó kollega sína afsökunar og sagði: „Ég hef of oft þurft að fylgja vinum mínum og samstarfsmönnum til grafar og ég þekki tilfinninguna vel.“ Að sögn Babsjenkós tók tvo heila mánuði að undirbúa þessa aðgerð. Hann hefði sjálfur fengið að vita hvað til stæði fyrir mánuði.Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Russia Today, ríkismiðill sem hefur verið kallaður hluti áróðursvélar Rússlandsstjórnar, greindi frá þessari óvæntu vendingu. Sagði RT að óljóst væri hvort úkraínskir stjórnmálamenn hefðu vitað af sviðsetningunni eða „einfaldlega haldið áfram að saka Moskvu um alla þá alvarlegu glæpi sem eru framdir í Úkraínu“. María Sakaróva, fjölmiðlafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði í samtali við rússneska miðilinn Interfax að morðið hefði verið sviðsett í áróðursskyni. Sagði hún Rússa þó ánægða að heyra að Babsjenkó væri á lífi. Konstantín Kosasjev, formaður utanríkismálanefndar rússneska þingsins, sagði við sama miðil að um væri að ræða enn eina aðgerð úkraínskra yfirvalda sem beindist sérstaklega gegn rússneska ríkinu. Forseti Úkraínu, Petró Porosjenkó, sagði að nú myndi úkraínska ríkið halda varnarskildi yfir Babsjenkó. „Það er ólíklegt að yfirvöld í Moskvu róist núna. Ég hef fyrirskipað að vernda skuli Arkadij og fjölskyldu hans.“ Daily Beast sagði í umfjöllun sinni að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem atburðarás sem þessi ætti sér stað. Árið 1984 hefðu Egyptar sviðsett morð líbísks stjórnarandstæðings. „En í fjölmiðlaumhverfi nútímans er svona stórkostlegt dæmi um falsfrétt til þess fallið að rýra trúverðugleika þeirra sem að málinu standa, ekki bara þeirra sem gætu framið glæpinn í raun og veru,“ sagði í umfjölluninni. Fjöldi blaðamanna lýsti sams konar skoðun á Twitter. Natalija Vasiljeva, blaðamaður AP, sagði til dæmis að nú gætu andstæðingar fjölmiðlafrelsis notað mál Babsjenkós sem dæmi um að fjölmiðlum væri ekki treystandi. John Sweeney, blaðamaður BBC sem hefur fjallað um Rússlandsstjórn, tók í sama streng og sagði slæmar hliðar málsins fleiri en þær góðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05