Niðurhal og netklám eykur líkur á að verða fyrir netbrotum Grétar Þór Sigurðsson skrifar 31. maí 2018 06:00 Þau eru mörg, kviksyndin á netinu. vísir/AFP Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar. Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Áhættusækin hegðun einstaklinga á netinu eykur líkur á að þeir verði fyrir netbrotum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann segir áhættusækna hegðun meðal annars felast í ólöglegu niðurhali og heimsóknum á vafasamar síður, þar á meðal síður með klámfengnu efni. „Það sem er áhugavert í mælingunni sem við gerðum er að það er fylgni á milli þess að ef þú notar netið mikið, stundar mikið niðurhal á ólöglegu efni og heimsækir vafasamar síður, þá eru miklu meiri líkur á því að þú verðir fyrir netbrotum,“ segir Helgi og vísar í könnun sem gerð var á netbrotum á Íslandi fyrir tveimur árum. Helgi fjallar meðal annars um netbrot í nýútkominni bók sinni Afbrot og íslenskt samfélag. „Síðasti kaflinn í bókinni er einmitt um netglæpi á Íslandi,“ segir Helgi. Það kemur honum á óvart hversu algengt það er, sérstaklega meðal ungs fólks, að stunda ólöglegt niðurhal á höfundarréttarvörðu efni. Helgi Gunnlaugsson„Það þykir nánast sjálfsagt að stunda slíka iðju,“ segir hann og bendir á að í könnuninni hafi tveir af hverjum þremur í aldurshópnum 18 til 29 ára viðurkennt að hafa stundað slíkt niðurhal. Helgi telur líklegt að netbrot séu að færast í aukana, auk þess sem brotin eru að verða fjölbreyttari. „Tæknin er að gera okkur mögulegt að fremja hefðbundin brot yfir netið, til dæmis auðgunarbrot. Svo er það dreifing á viðkvæmum myndum sem er til dæmis notuð til að kúga fólk.“ Þá er snjallsímaeign barna orðin nánast regla og því geta fylgt vandræði, svo sem netníð. „Þetta er klárlega eitthvað sem við þurfum að taka harðari tökum en við gerum í dag,“ segir Helgi og bendir á að löggjafinn sé alltaf nokkrum skrefum á eftir í þessum málum. Hann vinnur nú að því að safna nýjum gögnum um netbrot og vonar að fyrstu niðurstöður úr þeirri vinnu liggi fyrir í sumar.
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira