Afnema þarf skerðingu TR vegna lífeyrissjóða Björgvin Guðmundsson skrifar 31. maí 2018 07:00 Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert, að enginn stjórnmálaflokkur sker sig úr á Alþingi í baráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara. Enginn flokkur berst svo vasklega fyrir eldri borgara, að aldraðir geti sagt án þess að hika: Þetta er flokkurinn okkar. Þeir flokkar, sem bera hag aldraðra fyrir brjósti, verða því að taka sig verulega á. Það er vissulega mikil þörf á því í dag, að þeir geri það. Ríkisstjórnin er aðgerðalaus í þessum málaflokki. Og stjórnarandstaðan stendur sig heldur ekki nógu vel.Lífeyrir dugar ekki fyrir framfærslukostnaði! Hvað er brýnast að gera í málum eldri borgara? Það er þetta: Það þarf að hækka lífeyri aldraðra frá almannatryggingum verulega. Lífeyrir almannatrygginga er svo naumt skammtaður, að þeir eldri borgarar, sem einungis hafa tekjur frá Tryggingastofnun, hafa ekki nóg fyrir framfærslukostnaði. Einhverjir útgjaldaliðir verða því alltaf útundan og oftast verða það annaðhvort lyf eða lækniskostnaður eða báðir þessir liðir. Stundum gerist það síðustu daga mánaðarins, að ekki er nóg fyrir mat. Þá verður viðkomandi eldri borgari að leita til ættingja eða hjálparstofnana. Það eru þung spor. Þetta er að sjálfsögðu óviðunandi ástand; þetta er mannréttindabrot. Ríkisstjórnin getur ekki skammtað öldruðum svo naumt, að þeir hafi ekki fyrir framfærslukostnaði. Ríkisstjórnin veit af þessu. Ég skrifaði forsætisráðherra bréf um þetta mál í byrjun ársins og formaður Félags eldri borgara snéri sér til forsætisráðherra út af sama máli nokkru síðar. En samt gerir ríkisstjórnin ekkert í málinu! 425 þúsund á mánuði fyrir skatt lágmark Hvað þarf lífeyrir aldraðra að vera hár til þess að hann dugi til framfærslu? Að mínu mati er lágmarkslífeyrir þessi: 425 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt. 311 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ekki á að gera mun á einhleypum og giftum eldri borgurum að því er lífeyri varðar. Framangreindur lífeyrir er algert lágmark til þess að eldri borgarar hafi fyrir nauðsynlegustu útgjöldum. Þetta dugar þó tæplega, ef eldri borgarinn þarf að greiða mikið í húsnæðiskostnað, til dæmis háa húsaleigu eða miklar afborganir og vexti af íbúð. Einnig er ókleift að kaupa og reka bíl af lífeyri, sem eingöngu er frá TR. Hann hrekkur ekki til þess. Miklar skerðingar lífeyris TR Þeir sem hafa lágan lífeyri úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en hinir, sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum. Húsnæðiskostnaður skiptir gífurlega miklu máli fyrir eldri borgara. Þeir, sem eiga skuldlaust eða skuldlítið húsnæði, eru miklu betur staddir en hinir. Þeir geta veitt sér meira á efri árum. Þeir, sem hafa góðan lífeyrissjóð, eru einnig betur settir en hinir sem hafa engan lífeyrissjóð eða mjög lélegan en þeim svíður, að ríkið skuli refsa þeim fyrir að hafa sparað i lífeyrissjóði. Ríkið skerðir lífeyri aldraðra frá TR hastarlega, ef þeir hafa greitt í lífeyrissjóð. Það gengur í berhögg við yfirlýsingar, sem voru gefnar, þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir. En þá var sagt, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera hrein viðbót við almannatryggingar. Þessu lýsti m.a. ASÍ yfir 1969. Þegar ríkið skerðir tryggingalífeyri eldri borgara frá TR í dag finnst umræddum eldri borgurum sem þeir hafi verið sviknir. Það er brýnt að afnema skerðingu tryggingalífeyris vegna lífeyrissjóða sem fyrst. Margir álíta að afnema eigi skerðingarnar í einum áfanga, þar eð ríkið hafi haft mikinn ávinning af skerðingum svo lengi og þessar skerðingar eigi ekki rétt á sér. Ég tek undir það. Kostar 35 milljarða að afnema allar skerðingar Dr. Haukur Arnþórsson hefur rannsakað skerðingarnar og skrifað mikið um þær. Hann telur, að það sé ekki eins dýrt fyrir ríkið að afnema þær eins og talið hefur verið. Hann telur, að það kosti ríkið 35 milljarða kr. að afnema alveg allar skerðingar tryggingalífeyris vegna annarra tekna. En auk þess telur hann að það vanti svipaða upphæð upp á að greiðslur ríkisins hér til eftirlauna nái meðaltali slíkra opinberra greiðslna í OECD-ríkjunum. Þessar tölur dr. Hauks setja málið alveg í nýtt ljós. Það er ekki lengur spurning um það hvort ríkið ráði við það að afnema skerðingar vegna lífeyrissjóða. Ríkinu ber bókstaflega skylda til þess. Spurningin er fremur hvort afnema eigi allar skerðingar eða einungis vegna lífeyrissjóða. Miðað við OECD hefur íslenska ríkið hlunnfarið eftirlaunamenn hér um sömu upphæð og það kostar að afnema allar skerðingar.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar