Tengdasonur gullsmiðsins vill fá innbrotsþjófana til sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 10:21 Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þá gripisem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki. Vísir/Vilhelm Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05