Tengdasonur gullsmiðsins vill fá innbrotsþjófana til sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. maí 2018 10:21 Tjónið er umtalsvert. Fyrir utan þá gripisem var stolið eru skemmdir miklar á öðrum gripum sem þjófarnir tóku ekki. Vísir/Vilhelm Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000. Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sævar Örn Hilmarsson, tengdasonur Óla Jóhanns Daníelssonar gullsmiðs, virðist allt annað en sáttur við fólkið sem braust inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í Kópavogi í fyrrinótt. Sævar Örn birtir myndband á Facebook-síðu sinni og býður fundarlaun fyrir þá sem geta komið með innbrotsþjófana til sín. Það var rétt rúmlega fjögur í fyrri nótt sem Óli Jóhann fékk símtal frá Securitas þar sem honum var tilkynnt um innbrotið. Þegar hann mætti á vettvang skömmu síðar mættu honum brotnar rúður, skápar, turnar og afgreiðsluborð. „Það var allt í rúst. Glerbrot og blóð úti um allt. Annar þeirra hefur greinilega skorið sig mjög illa,“ sagði Óli í samtali við Vísi í gær. Um er að ræða sjötta innbrotið í verslunina á þeim 25 árum sem Óli hefur rekið verslunina.Óli ásamt dætrum sínum Unni Kristínu og Hönnu Rún á vettvangi í gær.Vísir/Vilhelm„Þó þetta sé alltaf ömurlegt þá þakkar maður guði fyrir að þetta er fyrirtæki en ekki heimili,“ segir Óli. Hann telur tjónið nema nokkrum milljónum. Sævar Örn, tengdasonur Óla Jóhanns, birtir myndband á Facebook-síðu sinni sem sýnir meinta innbrotsþjófa mæta á vettvang klukkan 4:04 aðfaranótt miðvikudags. „Það var brotist inni gullsmiðju ola hjá tengda pabba minum í nott goð fundarlaun í boði og ennþá betri fyrir þá sem geta komið með þau til min endilega deilið þessu fyrir mig þau voru á toyota rav4 bilnum fyrir aftan hvíta,“ segir Sævar Örn á Facebook. Hann er unnusti Eyglóar Mjallar, dóttur Óla gullsmiðs. Athygli vekur að Sævar hvetur fólk ekki til að hafa samband við lögreglu heldur við sig. Og hvetur fólk til að koma hreinlega með fólkið til sín. Vinir og vandamenn Sævars Arnar hafa deilt myndbandinu hátt í 500 sinnum. Þá upplýsir Sævar að þau muni líka skoða upptökur innan úr versluninni. Sævar Örn á nokkurn sakaferil að baki. Hann fékk síðast dóm án refsingar árið 2016 fyrir hótanir á Facebook. Tók dómarinn þó fram að augljóst væri að Sævar og faðir hans, Hilmar Leifsson, hefðu haft ástæðu til að óttast aðilann sem Sævar Örn deildi við. Þá hefur Sævar hlotið dóma fyrir brot á vopnalögum, fíkniefnalögum og umferðarlögum.Þeir sem hafa upplýsingar um innbrotið geta haft samband við lögregluna í Kópavogi í síma 444-1000.
Lögreglumál Tengdar fréttir Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Glerbrot og blóð út um allt: „Ömurleg aðkoma“ Brotist var inn í Gullsmiðju Óla í Hamraborg í nótt þar sem annar innbrotsþjófurinn skar sig illa. 30. maí 2018 15:05