Sérfræðingar í varalestri rýndu í brúðkaupið: „Er hún komin?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 09:29 Harry og Meghan fóru í ferð um Windsor í hestvagni að lokinni athöfn eins og hefðin býður. Vísir/Getty Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins. Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Brúðkaup Harry Bretaprins og Meghan Markle, sem nú eru orðin hertogahjónin af Sussex, á laugardag vakti heimsathygli. Sérfræðingar í varalestri og líkamstjáningu rýndu margir í samskipti brúðhjónanna og gesta á meðan athöfninni stóð til að veita almenningi frekari innsýn inn í athöfnina.Sjá einnig: Auða sætið var ekki handa DíönuBreska fréttastofan Sky News fékk til sín varalesara til að fylgjast gaumgæfilega með brúðkaupinu um helgina. Í séfræðilegri greiningu hans kom ýmislegt fram. Brúðguminn Harry Bretaprins virðist hafa verið örlítið taugaóstyrkur í aðdraganda stóru stundarinnar. Er hann gekk til athafnarinnar ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, spurði hann: „Er hún komin?“ og átti þar líklega við verðandi eiginkonu sína, Meghan Markle. Vilhjálmur svaraði að bragði: „Nei, ekki enn þá.“ Þá þurfti ekki sérfræðing í varalestri til að átta sig á því hvað Harry sagði við verðandi eiginkonu sína þegar þau mættust við altarið á laugaradag, eins og sést í tístinu hér að neðan. "You look amazing. I'm so lucky." Prince Harry greets his beautiful bride Meghan Markle. #HarryAndMeghan#RoyalWeddingpic.twitter.com/IhPfQPcwyE — InStyle (@InStyle) May 19, 2018 Þegar brúðhjónin voru svo komin út í hestvagn sem beið þeirra að athöfn lokinni bar Meghan höndina upp að brjósti sér og sagði „Hvílíkt fjör“ við eiginmann sinn. Hún hefur að vonum verið ánægð með athöfnina. Þá hefur einnig verið rýnt í líkamstjáningu viðstaddra og fékk Sky annan sérfræðing til þess. Hann sagði Meghan sterka og sjálfsörugga en Harry hafi hins vegar verið taugaóstyrkur. Það hafi verið greinilegt þar sem hann blikkaði augunum ört, sleikti á sér varirnar og snerti ítrekað á sér andlitið.Harry og Vilhjálmur sjást hér mæta til kirkju á laugardaginn.Vísir/gettySérfræðingur Sky News tók brúðkaupsgesti einnig til ítarlegrar skoðunar en greinilegt er að þeir voru misvel upplagðir á laugardaginn. Tom Parker Bowles, sonur Kamillu Parker Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, sagðist til að mynda „feginn að vera ekki þunnur“ er hann mætti til brúðkaupsins.
Kóngafólk Tengdar fréttir Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41 Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02 Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Harry og Meghan gengin í hjónaband Harry Bretaprins og bandaríska leikkonan Meghan Markle gengu í hjónaband í dag. 19. maí 2018 11:41
Ljósmyndahneyksli varpar skugga á konunglega brúðkaupið Ekki liggur fyrir hvort að faðir Meghan Markle verði viðstaddur þegar hún gengur að eiga Harry Bretaprins á laugardag. 15. maí 2018 06:02
Auða sætið var ekki handa Díönu Autt sæti við hlið Vilhjálms Bretaprins, bróður brúðgumans Harrys, vakti mikla athygli í brúðkaupi hins síðarnefnda og bandarísku leikkonunnar Meghan Markle í gær. 20. maí 2018 14:43