Stormur, éljagangur og hálka í maí Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 11:44 Frá Holtavörðuheiði í morgun. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Gul viðvörun Veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og er fólk á bílum sem taka á sig mikinn vind varað við að halda í ferðalög. Hálka og éljagangur er enn víða á fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á morgun er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu suðvestanlands, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar, en spár hafa gert ráð fyrir nýrri lægð á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir eru nú á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Þá eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálkublettir og éljagangur eru auk þess á Öxnadalsheiði og ófært er á Nesjavallaleið. Snjómokstur stóð yfir á Holtavörðuheiði í morgun þegar fréttamaður Stöðvar 2 átti þar leið hjá. Afar vetrarlegt var um að litast á heiðinni en töluvert hefur snjóað í nótt.Frá Holtavörðuheiði í dag.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonLögreglan á Akureyri hafði ekki þurft að sinna mörgum útköllum vegna vetrarfærðarinnar nú í sumarbyrjun þegar Vísir náði tali af varðstjóra skömmu fyrir hádegi. Að sögn varðstjóra lenti fólk í vandræðum í nótt í Bakkaselsbrekku en ekki hefur borið á hjálparbeiðnum eða vandkvæðum frá því klukkan sex í morgun. Þá hefur lögregla á öllum landshlutum hætt að sekta fyrir nagladekk nú þegar veturinn virðist ekki enn hafa sleppt takinu af vegum landsins. Vegagerðin vekur auk þess enn athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og verða vegfarendur því að taka mið af því. Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar. Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Gul viðvörun Veðurstofu er í gildi á Suður- og Vesturlandi á morgun og er fólk á bílum sem taka á sig mikinn vind varað við að halda í ferðalög. Hálka og éljagangur er enn víða á fjallvegum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á morgun er spáð suðaustan hvassviðri eða stormi með rigningu suðvestanlands, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar, en spár hafa gert ráð fyrir nýrri lægð á morgun. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálkublettir eru nú á Holtavörðuheiði og krapi á Laxárdalsheiði. Þá eru hálkublettir á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálkublettir og éljagangur eru auk þess á Öxnadalsheiði og ófært er á Nesjavallaleið. Snjómokstur stóð yfir á Holtavörðuheiði í morgun þegar fréttamaður Stöðvar 2 átti þar leið hjá. Afar vetrarlegt var um að litast á heiðinni en töluvert hefur snjóað í nótt.Frá Holtavörðuheiði í dag.Vísir/Magnús Hlynur HreiðarssonLögreglan á Akureyri hafði ekki þurft að sinna mörgum útköllum vegna vetrarfærðarinnar nú í sumarbyrjun þegar Vísir náði tali af varðstjóra skömmu fyrir hádegi. Að sögn varðstjóra lenti fólk í vandræðum í nótt í Bakkaselsbrekku en ekki hefur borið á hjálparbeiðnum eða vandkvæðum frá því klukkan sex í morgun. Þá hefur lögregla á öllum landshlutum hætt að sekta fyrir nagladekk nú þegar veturinn virðist ekki enn hafa sleppt takinu af vegum landsins. Vegagerðin vekur auk þess enn athygli á því að allri venjubundinni vetrarþjónustu er lokið og verða vegfarendur því að taka mið af því. Ekki eru til staðar öll þau tæki og mannskapur til vetrarþjónustu eins og að vetri til sem hefur áhrif á viðbragðstíma þjónustunnar.
Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Vetrarfærð á vegum og ný lægð í aðsigi Veður verður öllu rólegra í dag en síðustu daga en á morgun tekur við ný lægð með tilheyrandi úrkomu og strekkingsvindi. 21. maí 2018 08:22