Keflavík, ÍR og Fylkir eru komin í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna, en 32-liða úrslitunum lauk í dag með þremur leikjum.
Keflavík sigraði ÍA, 2-0, en leikurinn fór fram á Akranesvelli. Bæði liðin eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki í Inkasso-deildinni og var því búist við hörkuleik.
Anita Lind Daníelsdóttir kom Keflavík yfir á 52. mínútu. Það var síðan Eva María Jónsdóttir sem skoraði sjálfsmark og kom Keflavík 2-0 yfir.
Fylkir sigraði Þrótt, 2-0 í Laugardalnum og ÍR vann góðan 3-1 sigur á Gróttu á heimavelli í Breiðholtinu.
Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins miðvikudaginn 23. maí.
Úrslit dagsins:
Þróttur R. - Fylkir 0-2
ÍR - Grótta 3-1
ÍA - Keflavík 0-2
Upplýsingar fengnar af Úrslit.net
Keflavík sló Skagakonur úr Mjólkurbikarnum
Einar Sigurvinsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
