Jafnréttisvæðum borgina! Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 21. maí 2018 22:56 Jafnréttisskóli Reykjavíkur er frábært fyrirbæri og þar hefur verið unnið gott starf að innleiðingu jafnréttismenntunar í skólum borgarinnar. Margir grunn- og leikskólar vinna með jafnréttishugsjónina í sínu starfi og það er vel. En betur má ef duga skal. Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar. Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum. Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Jafnréttisskóli Reykjavíkur er frábært fyrirbæri og þar hefur verið unnið gott starf að innleiðingu jafnréttismenntunar í skólum borgarinnar. Margir grunn- og leikskólar vinna með jafnréttishugsjónina í sínu starfi og það er vel. En betur má ef duga skal. Það er kveðið á um jafnréttismenntun á öll skólastigi í landslögum og í námskrám, þar sem einn af grunnþáttum menntunar er jafnrétti. Það má leiða að því líkum að stærsta einstaka aðgerðin í jafnréttismálum, væri að innleiða markvissa jafnréttismenntun á öll skólastig. Þannig væru allir kennarar leiðtogar í jafnréttismenntun, og myndu vinna með jafnrétti í vali á námsgögnum, í samskiptum við nemendur og í aðferðum við kennslu. Vitaskuld eru margir kennarar að gera einmitt þetta, en til að árangurinn verði sem mestur, þurfa allir kennarar að hafa forsendur til þess arna. Að bjóða starfsfólki, kennurum og stjórnedum uppá ráðgjöf og menntun í jafnréttisfræðum þannig að skólar vinni að eflingu jafnréttisvitundar í öllu sínu starfi, innan og utan kennslustofunnar. Reykjavíkurborg ætti að vera leiðandi afl í innleiðingu jafnréttismenntunar í leik- og grunnskólum borgarinnar með Jafnréttisskóla Reykjavíkur í broddi fylkingar. Kvennahreyfingin vill ráða 10-15 sérfræðinga til Jafnréttisskólans til að vinna að innleiðingu jafnréttis í skólum borgarinnar í samvinnu við kennara og stjórnendur. Þessir sérfræðingar þurfa að vera núverandi kennurum og skólastjórnendum til halds og trausts, hanna fræðslu og námsefni fyrir öll skólastig og taka þátt í henni eftir þörfum. Börn þurfa fræðslu um skaðleg áhrif staðalmynda og hvernig hægt er að verjast þeim. Þau þurfa að fá miklu ítarlegri fræðslu um mörk og virðingu í nánum samskiptum og þau þurfa þjálfun í að greina og gagnrýna þau skilaboð sem samfélagið sendir þeim stöðugt um tilhlýðilega hegðun. Með góðri jafnréttisfræðslu getum við stuðlað að hamingjusamari og sterkari börnum og fjölbreyttari viðhorfum í samfélaginu. Fjárfestum í framtíðinni með jafnréttisvæðingu grunn- og leikskóla – nemendum og samfélaginu öllu til heilla.Höfundur skipar 4. sæti Kvennahreyfingar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar