Heiðarleiki – nauðsynlegt innihald stjórnmála Soumia Georgsdóttir skrifar 22. maí 2018 08:00 Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Soumia Georgsdóttir, alltaf kölluð Mía. Ég er fædd í lok árs 1975 í Marrakech í Marokkó. Ég flutti til Íslands árið 2000. Mér var vel tekið frá fyrsta degi og ég er stolt af því að geta kallað mig Íslending í dag. Ég er fyrst til að viðurkenna að ég hef ekki alltaf skilið íslensk stjórnmál. Samt hef ég alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hlutirnir eiga að ganga fyrir sig og hvernig stjórnmálamenn eigi að takast á við viðfangsefni samfélagsins. Mig langar til að taka þátt í að byggja upp samfélagið sem tók mér opnum örmum fyrir 18 árum og hefur veitt mér réttindi sem ég þráði í æsku, eins og frelsi, öryggi og mannréttindi. Það er alltaf hægt að gera betur en við Íslendingar þurfum fyrst og fremst að gæta þess að halda í þessi miklu forréttindi. Ég hef alltaf passað upp á að nýta kosningaréttinn og hef reynt að kjósa „rétt“ eins og flestir reyna að gera. Ég hef líka alltaf viljað styðja stjórnmálaflokk sem virðir alla og helst þann flokk sem tekur fjölbreytileikanum fagnandi. Fjölbreytni er styrkleiki í mínum huga, sérstaklega ef henni er fagnað og hún fær að blómstra á réttan hátt. BF Viðreisn er fjölbreyttur flokkur, í honum eru kennarar, ljósmæður, innflytjendur, fólk á öllum aldri, lögfræðingar, aðstandendur fatlaðra barna og sjálfstætt starfandi einstaklingar. Hópurinn var settur saman af kostgæfni og innan hans getur hver og einn rætt og haft áhrif á málefni sem hann þekkir vel til. Að mínu áliti endurspeglar hópurinn, eins vel og hægt er, samfélagið okkar í Kópavogi. Hjá okkur er ólíkum hópum gefin rödd og tækifæri til að hafa áhrif á mál og málefni útfrá eigin þekkingu og reynslu. Ein af ástæðunum fyrir því að ég gekk til liðs við BF Viðreisn eru störf og áræðni Theódóru Þorsteinsdóttur, oddvita listans. Theódóra hefur sýnt í störfum sínum sem formaður bæjarráðs Kópavogs að þar er á ferðinni öflug og heiðarleg stjórnmálakona. Theódóra er bæði með yfirgripsmikla sýn á það sem hún vill gera og kemur hlutum í framkvæmd. Í störfum sínum hefur hún lagt áherslu á samráð og samtal við bæjarbúa og hún stendur við orð sín. Heiðarleiki er eiginleiki sem ég kann best að meta.Mía situr í 11 sæti á lista BF Viðreisnar í Kópavogi
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun