Réttur til að lifa með reisn Karl Berndsen skrifar 22. maí 2018 09:15 Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins var stofnaður fyrir börnin en 9,1% þeirra líða mismikinn skort sbr. skýrslu UNICEF á Íslandi frá því í janúar 2016. Flokkur fólksins var einnig stofnaður fyrir aldraða, öryrkja og alla þá sem hafa verið skildir eftir í fátækt í því góðæri sem við búum við í dag. Flokkur fólksins sem nú bíður fram í Reykjavík í fyrsta sinn vill tryggja öryrkjum jafnræði á öllum sviðum samfélagsins. Við viljum leita leiða til að koma á móts við þá sem hafa vilja og getu til að vera virkari í samfélaginu. Flokkur fólksins vill að öll fötluð börn fá fullnægjandi þjónustu í samræmi við fötlun sína. Enginn þjóðfélagshópur hefur verið svikinn eins gróflega og öryrkjar. Launakjör þeirra og afkoma eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi og þótt víða væri leitað. Sitjandi stjórnvöld hika ekki við að brjóta lögvarin rétt þeirra sbr. 2.málsl. 1.mgr. 69. gr. laga um almannatryggingar nr. 100/2007 en þar segir „Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs“ Hér er einfaldlega átt við ákvörðun á þessum árlega vísitöluútreikningi kjarabóta almannatrygginga, sem aldrei á að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Þetta ákvæði er mölbrotið á öllum þeim sem byggja framfærslu sína á almannatryggingakerfinu. „Ekkert um okkur án okkar“ Þetta fallega kjörorð okkar öryrkja verður leiðarljós Flokks fólksins í öllum baráttumálum sem snúa að bættu og betra lífi öryrkjans. Okkur ber skylda til að gefa öllum tækifæri til sjálfsbjargar. Við öryrkjar erum líka fólk og eigum að njóta mannréttinda á við alla aðra. Öryrkjum er haldið í vanlíðan og fátækt. Við höfum enga möguleika á að bjarga okkur sjálf úr gildrunni sem stjórnvöld hafa svo haganlega fest okkur í. Króna á móti krónu skerðing er slíkt mannvonskuverk að annað eins fyrirfinnst varla á byggðu bóli. Þetta skerðingarkerfi sem gerir ekkert annað en að koma í veg fyrir það, að við reynum að bjarga okkur. Hér eiga stjórnvöld alla skömmina. Þeim er þó í lófa lagið að afnema skerðinguna strax. Það eina sem til þarf að koma er vilji til að draga pennastrik yfir vonskuna. Flokkur fólksins vill sjá til þess að öryrkjar í Reykjavík, Við viljum fæði, klæði, húsnæði og aðgengi fyrir alla. Líka okkur öryrkja. Höfundur skipar 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar