Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:01 Maduro tók ekki við mjög góðu búi en lengi getur vont versnað Vísir/EPA Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna. Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna.
Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50