Maduro einangraður alþjóðlega þrátt fyrir kosningasigur Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. maí 2018 12:01 Maduro tók ekki við mjög góðu búi en lengi getur vont versnað Vísir/EPA Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna. Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Fjórtán ríki hafa kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla framkvæmd forsetakosninga þar um helgina. Bandaríkjastjórn sakar forsetann um kosningasvindl og hefur tilkynnt nýjar viðskiptaþvinganir. Nicolás Maduro hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann tók við embætti forseta Venesúela árið 2013. Hann hafði þá verið lærisveinn Hugo Chavez um nokkurn tíma en tók við hagkerfi sem riðaði til falls. Maduro reyndi að viðhalda stefnu Chavez, sem byggði á sósíalisma en var mjög háð olíuútflutningi. Lágt olíuverð var meðal þess sem lagði hagkerfið endanlega í rúst og ekki sér fyrir enda efnahagshremminga í Venesúela. Þrátt fyrir þær, og þrátt fyrir mikla ólgu í landinu, sóttist Maduro eftir endurkjöri í kosningum sem fóru fram í fyrradag. Stjórnarandstaðan hvatti almenning til að sitja heima og kjörsókn var umtalsvert minni en í síðustu kosningum. Maduro sigraði þó örugglega með tæp sjötíu prósent atkvæða. Bandaríkjastjórn fordæmir kosningarnar, segir brögð hafa verið í tafli og hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á bæði einstaklinga og fyrirtæki í Venesúela vegna þessa. Þá hafa fjórtán ríki, þar á meðal Argentína, Brasilía og Kanada, kallað sendiherra sína heim frá Venesúela til að mótmæla skorti á lýðræði í landinu. Leiðtogar Rússlands, Kúbu og Kína hafa hins vegar óskað Maduro til hamingju með endurkjörið og hvatt alþjóðasamfélagið til að virða úrslit kosninganna.
Kúba Venesúela Tengdar fréttir Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30 Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52 Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Segja forsetakosningarnar í Venesúela ekki lögmætar Talsmenn sex landa neita að viðurkenna niðurstöður kosninganna í Venesúela. Niculas Maduro hafi sýnt af sér alræðistilburði. 21. maí 2018 23:30
Maduro endurkjörinn forseti Venesúela Fyrrum rútubílstjórinn og sitjandi forseti, Nicolas Maduro, hlaut í gær meirihluta atkvæða í forsetakosningum sem haldnar voru í Venesúela. Ekki eru allir sáttir með framkvæmd og niðurstöður kosninganna. 21. maí 2018 09:52
Líklegt að Maduro nái endurkjöri í Venesúela Forsetakosningar fara fram í Venesúela í dag og er talið líklegt að Nicolas Maduro, núverandi forseti, verði endurkjörinn. 20. maí 2018 17:50