Reykjavík er okkar Sif Jónsdóttir skrifar 22. maí 2018 12:09 Við búum á heilmiklum umbrotatímum í borginni. Það er eins og þörfin sé eins og flóðbylgja sem skellur á okkur og kallar á breytingar en við vitum ekki fyrir fram hve slagkrafturinn er mikill né hve þétt skellurinn lendir á okkur, dregur okkur með sér og krefst aðgerða. Það er stundum eins við skellinn þá bresti eitthvað í okkur og vellur fram og við viljum ekki stoppa það, því við finnum öll fyrir þörfinni, já þörfinni fyrir breytingu. Miðbærinn okkar er að breyta um svip. Lágstemmda miðbæjarstemningin er að hverfa fyrir nýbyggingum sem eru úr takti við við þá bæjarmynd sem við ólumst upp við. Í framtíðinni verða háar kuldalegar glerbyggingar í meirihluta, því það á að markaðs- og nútímavæða miðbæinn með alþjóðamerkjum og neonskiltum. Ég hef séð teikningar og glærur og myndin er flott. En svo þegar byggingarnar eru komnar upp þá eru þær ekki eins aðlaðandi og fallega Stjórnarráðshúsið er eins og það hafi villst að heiman. Enn er nokkur bið á að byggingu í miðbænum ljúki og á meðan er miðbærinn vinnusvæði. Við fylgjumst í fjarlægð með þessari breytingu á miðbænum okkar og við vonum að við munum meta þessar breytingar í framtíðinni. Höfuðborgarlistinn vill umhverfisvæna og hlýlega borg og það sem einkennir íbúa á að skína í gegn í uppbyggingu hennar. Við viljum hækka þjónustustig Reykjavíkurborgar og sinna íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn á að vera sá sem hlustar á íbúana og sinnir þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi. Grunnþjónusta sem borgin býður upp á á að vera til fyrirmyndar og starfsmenn borgarinnar eiga að finna fyrir jafnrétti ekki bara kynjabundnu heldur einnig jafnrétti í launum og starfi, því störfin sem borgin þarf að manna eru öll mikilvæg annars væru þau ekki til.Sif Jónsdóttir skipar 2. sæti Höfuðborgarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Skoðun Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum á heilmiklum umbrotatímum í borginni. Það er eins og þörfin sé eins og flóðbylgja sem skellur á okkur og kallar á breytingar en við vitum ekki fyrir fram hve slagkrafturinn er mikill né hve þétt skellurinn lendir á okkur, dregur okkur með sér og krefst aðgerða. Það er stundum eins við skellinn þá bresti eitthvað í okkur og vellur fram og við viljum ekki stoppa það, því við finnum öll fyrir þörfinni, já þörfinni fyrir breytingu. Miðbærinn okkar er að breyta um svip. Lágstemmda miðbæjarstemningin er að hverfa fyrir nýbyggingum sem eru úr takti við við þá bæjarmynd sem við ólumst upp við. Í framtíðinni verða háar kuldalegar glerbyggingar í meirihluta, því það á að markaðs- og nútímavæða miðbæinn með alþjóðamerkjum og neonskiltum. Ég hef séð teikningar og glærur og myndin er flott. En svo þegar byggingarnar eru komnar upp þá eru þær ekki eins aðlaðandi og fallega Stjórnarráðshúsið er eins og það hafi villst að heiman. Enn er nokkur bið á að byggingu í miðbænum ljúki og á meðan er miðbærinn vinnusvæði. Við fylgjumst í fjarlægð með þessari breytingu á miðbænum okkar og við vonum að við munum meta þessar breytingar í framtíðinni. Höfuðborgarlistinn vill umhverfisvæna og hlýlega borg og það sem einkennir íbúa á að skína í gegn í uppbyggingu hennar. Við viljum hækka þjónustustig Reykjavíkurborgar og sinna íbúum borgarinnar. Borgarstjórinn á að vera sá sem hlustar á íbúana og sinnir þeim verkefnum sem eru mest aðkallandi. Grunnþjónusta sem borgin býður upp á á að vera til fyrirmyndar og starfsmenn borgarinnar eiga að finna fyrir jafnrétti ekki bara kynjabundnu heldur einnig jafnrétti í launum og starfi, því störfin sem borgin þarf að manna eru öll mikilvæg annars væru þau ekki til.Sif Jónsdóttir skipar 2. sæti Höfuðborgarlistans.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar