Heilsueflum Reykjavík Hildur Björnsdóttir skrifar 22. maí 2018 15:14 Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Ef það verður ekki þú, verður það einhver sem þú þekkir. Þannig er tölfræðin. Það er áfall að greinast með krabbamein. Áfall fyrir þann sem greinist, en ekki síður þá sem standa honum nærri. Þetta þekki ég af eigin raun. Sumarið 2016 greindist ég með hraðvaxandi eitilfrumuæxli á stærð við litla melónu – eingöngu sjö dögum eftir að yngsta barnið mitt fæddist. Ég óska engum að feta þá erfiðu þrautagöngu. Til allrar hamingju sigraði ég baráttuna en það eru ekki allir svo heppnir. Krabbameinsfélag Íslands skorar á sveitastjórnarfólk að gefa lýðheilsu og forvörnum gegn krabbameini aukið vægi. Það er mér bæði ljúft og skylt að taka þeirri mikilvægu áskorun. Breytingar á lifnaðarháttum síðustu áratugi hafa leitt til þess að fleiri eiga á hættu að greinast með krabbamein. Helstu áhættuþættir eru reykingar, slæmt matarræði og kyrrseta. Það er mikilvægt að sveitastjórnarfólk sýni frumkvæði í málaflokknum og beiti sér fyrir forvörnum. Í borgarstjórn Reykjavíkur mun ég vinna markvisst að því að skapa heilsueflandi borg. Ég mun hvetja til betri nýtingar grænna svæða til hreyfingar og útivistar. Ég mun vinna að því að gera hreyfingu og hollu matarræði hærra undir höfði í leik- og grunnskólum borgarinnar. Ég mun styðja við skipulag og samgöngur sem ýta undir heilsueflingu og útivist. Ég mun beita mér fyrir áframhaldandi forvörnum gegn reykingum og öðrum skaðlegum vímugjöfum. Ég vil skapa borg sem býður okkur öllum fjölbreyttar leiðir og jöfn tækifæri til að ástunda heilbrigðan lífsstíl. Í veikindum mínum lærði ég hve dýrmæt heilsan er okkur öllum. Ég lærði hve mikilvægt er að tryggja heilsueflandi umhverfi og forvarnir fyrir börn. Ég lærði að ekki verður fjárfest í meiri verðmætum en heilsunni – enda öllum dýrkeypt að missa hana. Setjum forvarnir í forgang og heilsueflum Reykjavík!Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar