Umhverfismál Valsteinn Stefánsson skrifar 22. maí 2018 21:57 Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er stefna Miðflokksins í Kópavogi að hefja LED væðingu í bæjarfélaginu, þ.e. götulýsingu og lýsingu í stærri fasteignum til dæmis íþróttahúsum, sundlaugum, bæjarskrifstofu og áhaldahúsi. Miðflokkurinn telur rétt að hefja undirbúning LED lýsinga sem fyrst vegna þess hversu orkusparandi Ledljós eru og hversu langan líftíma þau hafa. Líftíminn er að lágmarki 50,000 klukkustundir og þarfnast lítils viðhalds. Ledlýsing er ekki einungis orkusparandi fyrir sveitarfélagið, heldur samfélagið í heild. Að minnsta kosti 75% minni orku þarf fyrir Ledljós en annan ljósabúnað. Ledljósin gefa einnig frá sér minni hita en annar ljósabúnaður, en 90% af orku annarra ljósa er hiti. Minni hiti frá lýsingu eykur loftgæði.Flóðlýsing íþróttamannvirkja Þegar flóðlýsa á íþróttavelli með Ledlýsingu, bæði innan og utanhúss, þarf undirþúningur að vera mjög góður. Hönnun lýsingar þarf að vera þannig að jöfn birtudreyfing verði á öllum vellinum og ljósið verði ekki truflandi fyrir leikmenn sem og áhorfendur. Ef hönnun er ábótavant er hætt við að kostnaður verði allt of hár vegna endalausra endurbóta og óánægju allra sem málið varðar. Ná má fram miklum sparnaði í lýsingu íþróttahúsa bæjarins með Ledlýsingu þar sem núverandi lýsing þarfnast að öllum líkindum endurnýjunnar á perum á 800 klukkutíma fresti, þó getur það verið eitthvað misjafnt.Götulýsing Sama á við um götulýsingu, undirbúningur þarf alltaf að vera eins og best verður á kosið. Hugsanlega gæti meginreglan verið sú að hafa kalt ljós á stofnbrautum (6000k), hlýrra ljós á tengigötum inn í hverfin (4000k) þá enn hlýrra í húsagötum og göngustígum (3000k)Samantekt Lýsingatækni er alltaf að verða betri hér á landi. Þar má nefna fræðin bak við litarhita, endurgjöf, glýju og ljósmagn (Lm/w). Eigum við nokkra góða hönnuði og kennara hér á landi, má þar nefna Rósu Dögg Þorsteinsdóttur sem kennt hefur hjá HR, Meistaraskólanum og Rafiðnaðarskólanum. Mikilvægt er að öll hönnun sé vönduð, það mun leiða til meiri sparnaðar. Einnig mætti fá hönnun á flóðlýsingum íþróttavalla hjá framleiðendum þeirra ljósa sem notuð verða. Lítið hefur hér verið minnst á viðhaldskostnað þeirra ljósa sem nú er í notkunn en líklegt er að þar sparist umtalsvert fé. Höfundur skipar 9 sæti á lista Miðflokksins í Kópavogi
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar