Hefur fulla trú á getu Trump til að koma á friði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. maí 2018 23:30 Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“ Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Moon Jae-in forseti Suður-Kóreu funduðu í dag um fyrirhugaðan fund Trump og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Fundurinn fór fram í Hvíta húsinu í Washington. Með fundinum átti að reyna að tryggja það að af leiðtogafundinum verði. Eins og kom fram á Vísi í dag sagði Trump fyrir fundinn að mögulega yrði þessum sögulega fundi frestað. Embættismenn í Suður-Kóreu segjast samt 99,9 prósent vissir um að fundurinn verði haldinn. Til stendur að halda fundinn í Singapúr þann 12. júní. Moon sagði við blaðamenn í Washington í gær að „örlög og framtíð Kóreuskagans“ velti á þessum fundi. Chung Eui-yong, yfirmaður þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, sagði við fjölmiðla í dag að þrátt fyrir að þeir væru vissir um að af fundinum yrði, væri verið að skoða alla möguleika. Trump sagði við blaðamenn að Kim hafi ekki uppfyllt ónefndar kröfur fyrir þessum fundi. Hann sagði þó einnig að hann trúi því að Kim sé alvara um viðræðurnar samkvæmt frétt AFP. Moon var mjög bjartsýnn og jákvæður og sagðist hafa fulla trú á getu Trump til þess að halda þennan fund og koma á friði og ná „sögulegum sigri sem enginn annar hefði náð á síðustu áratugum.“ Hann hrósaði Trump í hástert. „Þökk sé þinni sýn á að ná friði með styrk og sterkri leiðtogahæfni erum við einu skrefi nær þeim draumi um kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum.“
Donald Trump Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Sérstök mynt slegin til minningar um leiðtogafund Trumps og Kims Trump Bandaríkjaforseti hefur látið slá sérstaka mynt til minningar um leiðtogafund sinn með Kim Jong-un sem stendur til að verði haldinn í Singapúr í næsta mánuði. 22. maí 2018 10:14