Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú? Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 23. maí 2018 06:00 Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðastur heim sé sá starfsmaður sem vinni mest og sé tryggastur vinnustaðnum? Ert þú enn á þeim stað að telja að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda skráðra vinnustunda? Ert þú enn á þeim stað að telja að það að taka tíma á vinnustaðnum til að fjalla um streitu, svefn og andlega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri óþarfa linkind? Nýlega var haldin afmælisráðstefna Virk og þar var ég með erindi þar sem ég talaði til forstjóra framtíðarinnar. Því var bæði beint til þeirra sem eru forstjórar í dag og ætla sér að vera það áfram og þeirra sem eiga eftir að setjast í forstjórastóla. Fram er kominn fjöldi rannsókna og fjöldi útgefinna bóka virtra fræðimanna sem tala á nýjan hátt um vinnusambönd, starfsánægju og framleiðni. Í framtíðinni, sem kannski er bara þegar komin, gerir starfsfólk aðrar kröfur en áður fyrr. Kannski ekki síst þar sem margt í fortíðinni, og kannski nútíðinni, er ekki að skila þeim árangri sem við höldum eða vonumst eftir. Vinnuveitendur leita eftir aukinni framleiðni og bættum rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leitar eftir auknum lífsgæðum. Það eru til leiðir til að láta þetta fara saman. Það er kominn tími á að stýra með nýjum hætti. Stjórnendur, og þá kannski ekki síst forstjórar, kunna að þurfa að endurmennta sig, endurskoða eldri hugmyndir sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli og vinnutíma, fjarvinna og samtöl um andlega heilsu og almenna vellíðan mun skila árangri. Vinnustaðir þar sem mannauðsstjórnun er sinnt með faglegum hætti, þar sem forstjóri og mannauðsstjóri vinna vel saman, að því að skapa heilbrigðan og eftirsóknarverðan vinnustað hlýtur að vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeigendur dreymir um. Hvort sem er hjá hinu opinbera eða í einkageiranum. Enda fer samkeppni um hæft og gott starfsfólk bara vaxandi og mönnun og menning vinnustaða hefur mjög mikil áhrif á árangur og rekstrarniðurstöður á hverjum tíma.Höfundur er FKA-félagskona, fyrirlesari og áhugamanneskja um stjórnun og árangur
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar