Misskilningur Magnús Guðmundsson skrifar 23. maí 2018 10:00 Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Heimildarmyndagerð hefur vaxið mjög fiskur um hrygg á síðustu árum. Skýringin kann að felast í auknu aðgengi í gegnum efnisveitur en líka í veikri stöðu fjölmiðla þar sem fjármagn til rannsóknarblaðamennsku er af skornum skammti. En hvað sem því líður þá hefur samfélagslegt mikilvægi heimildarmynda aukist til muna og því mikilvægt að skilja miðilinn. Undir yfirborðinu, heimildarmynd um laxeldi í sjókvíum og möguleg neikvæð áhrif þess iðnaðar, eftir Þorstein Joð Vilhjálmsson var nýverið sýnd á RÚV. Í myndinni kemur fram margt sem samfélagið þarf að ræða undir handleiðslu sérfræðinga sem hafa engra hagsmuna að gæta. Það reyndar stóð ekki á viðbrögðum hagsmunaaðila en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði að Undir yfirborðinu væri ekki heimildarmynd í þeim skilningi orðsins. Fleiri hagsmunaaðilar tóku í sama streng en minna fór fyrir málefnalegri umræðu um mögulega skaðsemi af starfseminni. Þessi gagnrýni er annaðhvort sett fram til þess að afvegaleiða umræðuna eða að viðkomandi eru að misskilja eðli heimildarmynda. Í Undir yfirborðinu er ekki dregin dul á að þar er fjallað um mögulega skaðsemi af laxeldi í sjókvíum. Það er mál sem er verið að krefja samfélagið um að ræða með faglegum hætti. Sem dæmi um slíkar heimildarmyndir eru Bowling for Columbine, eftir Michael Moore og Super Size Me, eftir Morgan Spurlock. Myndir sem fá mann til þess að hugsa, kynna sér jafnvel málið enn frekar og taka sjálfstæðar ákvarðanir. Í Undir yfirborðinu er með sambærilegum hætti verið að hvetja samfélagið til þess að fara í þá umræðu hvort laxeldi í opnum sjókvíum sé áhættunnar virði fyrir byggðarlögin, náttúruna, villta laxastofna og komandi kynslóðir. Myndin er ekki einhvers konar fréttaskýringarþáttur um kosti og galla þessarar starfsemi heldur dregur fram mögulegar afleiðingar fyrir náttúruna og samfélagið. Mögulega útrýmingu villtra íslenskra laxastofna, mengun í fjörðum, skaðleg áhrif á lífríkið, takmarkaðan ávinning dreifðra byggða og fleira mætti til taka. Um þetta er myndin og þetta er það sem við sem samfélag þurfum að ræða og það án þess að þeirri umræðu sé stýrt af þeim sem hafa fjárhagslegra eða jafnvel tilfinningalegra hagsmuna að gæta. Hvort sem það eru norskir auðmenn, fulltrúar þeirra, veiðirétthafar eða breskir laxveiðimenn. Þegar horft er á mynd á borð við Undir yfirborðinu er einmitt allt að því áþreifanlegt að þar er stundum verið að tala við hagsmunaaðila til beggja átta. Það er eðlilegt að allir fái að láta rödd sína heyrast og reynt sé að draga upp skýra heildarmynd af málinu. En það sem hlýtur að vega þyngst í myndinni eru þær raddir sem hafa engra hagsmuna að gæta en búa hins vegar yfir mestri þekkingu. Undir yfirborðinu er þannig mynd sem krefur okkur um að hugsa og leggja okkur eftir öllum staðreyndum málsins og er því svo sannarlega heimildarmynd. En hvort öllum hagsmunaaðilum líkar það sem þar kemur fram er annað mál.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun