Palestínumenn kæra Ísrael til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. maí 2018 19:30 Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar. Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu hafa kært Ísraelsríki til Alþjóðaglæpadómstólsins í Haag fyrir meinta stríðsglæpi Ísraela í Palestínu. Ísraelar vísa ásökunum um stríðsglæpi aftur á móti á bug. Utanríkisráðherra Palestínu fór fram á formlega rannsókn við Alþjóðaglæpadómstólinn í Haag í gær. Hann vill að saksóknari rannsaki meinta glæpi og mannréttindabrot Ísraelshers gegn Palestínumönnum allt aftur til ársins 2014 - þar á meðal dauðsföll fjölda Palestínumanna sem fallið hafa í mótmælum við Gaza-ströndina undanfarnar vikur. „Palestínuríki tók mikilvægt og sögulegt skref í átt að réttlæti fyrir Palestínumenn sem halda áfram að þjást vegna viðvarandi, víðtækra og kerfisbundinna glæpa,“ segir Riyad al-Maliki, utanríkisráðherra Palestínu. Með rannsókninni vilja Palestínumenn láta reyna á raunverulegt vægi alþjóðalaga og hvort þau þjóni þeim tilgangi sem þeim sé ætlað. Ísrael er ekki meðal þeirra 123 ríkja sem aðild eiga að glæpadómstólnum en það er Palestína aftur á móti. Þannig gæti dómstóllinn aðeins rannsakað þá meintu glæpi sem framdir hafa verið í landi Palestínu að því er Reuters greinir frá. „Frekari tafir á réttlæti fyrir palestínsk fórnarlömb jafngildir því að þeim sé neitað um réttlæti og það er óásættanlegt. Við líðum það ekki að óréttlætið verði örlög Palestínu,“ segir Maliki. Ísraelar segja rannsókn af þessum toga ekki standast lög og telja dómstóllin fara út fyrir valdsvið sitt. Þá vísa þeir ásökunum um stríðsglæpi og mannréttindabrot alfarið á bug og segja aðgerðir hersins á Gaza að undanförnu hafa verið réttmætar.
Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Tengdar fréttir Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Fjölmörgum blöskrar blóðbaðið í Palestínu Hópur fólks kom saman til samtöðufundar með palestínu á Austurvelli í dag. 15. maí 2018 18:30