Ákærður fyrir að bera út hatur í nafni konu sinnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. maí 2018 07:00 Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, hefur oft orðið fyrir niðrandi ummælum á internetinu vegna baráttu hennar í innflytjendamálum. Vísir/eyþór Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur ákært mann fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sem birt voru í kommentakerfi DV í nafni eiginkonu hans. Aðalmeðferð fer fram í dag. Ummælin voru rituð í júlí 2016 við frétt sem bar yfirskriftina „Sema Erla sökuð um herferð gegn Útvarpi Sögu: Birtir hatursfull skilaboð“ og undir fréttinni var skrifað: „Vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna).“ Í ákæru eru þessi orð talin fela í sér sér ógnun, háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna trúarbragða þeirra. Ummælin birtust undir nafni og starfsheiti eiginkonu hins ákærða, en hún er leikskólakennari í Eyjum. Ummælin komu eiginkonunni sjálfri í opna skjöldu þegar hún varð þeirra vör, en skjáskot af þeim fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla og furðuðu sig margir á því að leikskólakennari gæti viðhaft svo hatursfull ummæli opinberlega. Í samtali við DV eftir að ummælin féllu sagðist hún enga hugmynd hafa um hver gæti hafa skrifað athugasemdina, sem var rituð í gegnum Facebook-aðgang konunnar á kommentakerfi miðilsins. Þá lýsir konan því að henni sé þetta ekki eingöngu þungbært hennar vegna heldur einnig vegna þess hve margir hafi farið að rakka Eyjar niður með orðum um að þetta yrði þaggað niður því þannig væru Eyjar. Þvert á þá spádóma virðist lögreglan í Eyjum hafa tekið frumkvæði í málinu, því ummælin voru aldrei formlega kærð. „Það er verið að setja fólki mörk og ákveða hversu langt má ganga í garð annars fólks og tiltekinna hópa á internetinu og það skiptir máli að fá skýrar línur um það,“ segir Sema Erla Serdar aðspurð um væntingar sínar til niðurstöðu málsins. Hún ber vitni við aðalmeðferðina í dag, en nokkur samskipti munu hafa átt sér stað milli hennar og hjónanna eftir að ummælin komust í hámæli á samfélagsmiðlum. Aðspurð segist Sema ekki hafa gert upp við sig hvort hún muni sjálf leita réttar síns vegna ummælanna. „Sjáum fyrst hver niðurstaðan í þessu máli verður.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira