Er heimili nú lúxusvara? Hildur Björnsdóttir skrifar 24. maí 2018 11:38 Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Kosningar 2018 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er húsnæðisskortur í Reykjavík. Skorturinn hefur verið viðvarandi og endurspeglast í mikilli verðhækkun íbúða. Ungt fólk kemur ekki þaki yfir höfuðið og fjölskyldur flytjast til annarra sveitarfélaga. Aðgöngumiðinn á húsnæðismarkað er uppsprengdur. Við viljum að Reykjavík verði besti búsetukosturinn. Samkeppnishæf borg á innlenda sem alþjóðlega vísu. Lausn húsnæðisvandans verður mikilvægur liður á þeirri vegferð. Auka þarf lóðaframboð og tryggja stórsókn í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Koma þarf jafnvægi á húsnæðismarkað og draga úr verðhækkunum. Skortur á lóðum hefur haldið aftur af vexti í framboði nýrra íbúða. Þéttingarstefna núverandi meirihluta hefur einskorðast við miðborg. Æskilegt er að þétta byggð, en hana má þétta í fleiri hverfum, af virðingu við íbúa og umhverfi. Síðustu ár hefur eingöngu verið byggt á dýrum reitum og af miklum gæðum. Verðmiðinn hentar fyrstu kaupendum illa. Húsnæðisvandinn hefur bitnað hvað mest á ungu fólki. Fjöldi ungs fólks á aldrinum 25-29 ára sem enn býr í foreldrahúsum hefur stóraukist síðustu tvö kjörtímabil. Eftirspurn eftir hagkvæmum einingum fyrir ungt fólk hefur ekki verið mætt. Eingöngu eru byggðar svokallaðar lúxusíbúðir sem ekki henta fyrstu kaupendum, og henta raunar mjög þröngum kaupendahópi. Helstu þörfum á íbúðamarkaði hefur ekki verið mætt. Núverandi meirihluti hefur gert heimili að lúxusvöru. Markaðsrannsóknir á húsnæðismarkaði sýna breyttar þarfir nútímans. Flestir kjósa minni en vel skipulagðar einingar. Slíkar eignir, byggðar með hagkvæmni að leiðarljósi, myndu henta fyrstu kaupendum á húsnæðismarkaði vel. Hér þarf aukið samtal ríkis og borgar um einföldun regluverks. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hyggst úthluta hagstæðum lóðum á fjölbreyttum en lifandi svæðum í borginni. Við munum tryggja uppbyggingu hagkvæmra eininga sem svara raunverulegri þörf á húsnæðismarkaði. Við viljum styðja betur við ungt fólk og aðstoða við fyrstu skref inn á húsnæðismarkað. Við munum gera betur. Við viljum gera Reykjavík að besta búsetukostinum – raunhæfum valkosti fyrir okkur öll.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar