Það er snjallt að vera spilltur í Kópavogi? Jakobína Agnes Valsdóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar