Það er snjallt að vera spilltur í Kópavogi? Jakobína Agnes Valsdóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar