Það er snjallt að vera spilltur í Kópavogi? Jakobína Agnes Valsdóttir skrifar 24. maí 2018 14:45 Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs er mikil. Þeir stjórna málefnum bæjarins og taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir fyrir hönd íbúa. Til þess að traust ríki á milli bæjarfulltrúa og íbúa þurfa störf kjörinna fulltrúa að vera hafin yfir allan vafa. Það er ekki vönduð stjórnsýsla að upplýsa ekki bæjarbúa um laun og kjör bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í ársreikningi. Miðflokkurinn mun beita sér fyrir aukið gagnsæi og lækkun á launum bæjarfulltrúa og bæjarstjóra um a.m.k. fjórðung. Það gengur ekki að það sé fjárhagslegur hvati fyrir bæjarfulltrúa að sitja í sem flestum nefndum. Slíkt kerfi er á engan hátt eðlilegt. Þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir skýringum og sundurliðun í blaðagrein á þeim 133 milljónum króna sem fóru til 11 manna á sl. ári sem sitja í bæjarstjórn var það aðeins upplýst eftir að Fréttablaðið leitaði upplýsinga um málið. Í ljós kom að laun bæjarstjóra hækkuðu á sl. ári um 600 þús. kr. á mánuði upp í tæpar 2,5 milljónir króna á mánuði. Aðrir bæjarfulltrúar fengu að meðaltali 615 þús. kr. í laun á mánuði eftir 30% hækkun á milli ára (ekki vitað hvort nefndarlaun séu meðtalin) ásamt því að sinna samhliða störfum fyrir aðra aðila í mörgum tilfellum. Engin eðlisbreyting varð á starfi bæjarfulltrúa eða bæjarstjóra á kjörtímabilinu og því spurning hvað réttlæti svo mikla launahækkun. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna? Hvaða tengingu hefur sá úrskurður við störf bæjarfulltrúa? Það er fullt starf að vera þingmaður en svo er ekki í tilfelli bæjarfulltrúa í Kópavogi. Fyrrgreind hækkun launa bæjarfulltrúa og bæjarstjóra og sú staðreynd að útgjöld Kópavogsbæjar vegna launa og launatengdra gjalda þessara aðila hafa hækkað úr hófi fram á kjörtímabilinu, nánar tiltekið um 75% frá árinu 2014, lýsir óhófi og illri meðferð á almannafé. Athygli vekur að allir bæjarfulltrúar hafa ítekað samþykkt fjárhagsáætlanir bæjarins á kjörtímablinu. Allir bæjarfulltúar höfðu hagsmuna að gæta og líklega var því nauðsynlegt aðhald minnihlutans fyrir borð borið. Launakjör æðstu stjórnenda Kópavogsbæjar þróast augljóslega ekki með sama hætti og annarra starfsmanna bæjarins líkt og gerðist í Hörpu. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Kópavogi.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun